HM veislan á Ásvöllum heldur áfram :)

HM í handbolta í Svíþjóð, 13. - 30. janúar 2011Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi ekki náð að sýna sitt rétta andlit í millirðlinum þá eru strákarnir að fara að spila um 5. sætið á mótinu, þökk sé mjög góðum árangri í riðli og hagstæðum úrslitum annarra leikja í milliriðli. Mótherjar okkar um 5. sætið eru hið frábæra lið Króata sem hefur verið eitt albesta handboltalið í heiminum undanfarin ár.

Við munum sýna leikinn á móti Króötum á stóru tjaldi á annarri hæð og hefst leikurinn kl. 19.30. Á undan þeim leik, kl. 17.00, er fyrri undanúrslitaleikurinn á milli Svía og Frakka. Tjaldið verður komið upp fyrir þann leik.

Á sunnudaginn eru svo sjálfur úrslitaleikurinn. Hann verður sýndur á stóra tjaldinu á annarri hæð og hefst hann kl. 16.00. Á sunnudagskvöldið taka svo Haukastúlkur á móti Gróttu í N1 deild kvenna og hefst sá leikur kl. 19.30

Mætum á Ásvelli og skemmtum okkur yfir spennandi leikjum í beinni í sjónvarpi og  í salnum 🙂