Hkd Hauka 60 ára í dag

Í dag 24. mars er eru 60 ár síðan handknattleiksdeild Hauka var stofnuð innan félagsins en fyrir þann tíma var leikinn handbolti undir merkjum Knattspyrnufélags Hauka.

Á þessum tíma hefur starfið eflst jafnt og þétt og hefur aldrei verið öflugra en einmitt nú. Þessa dagana er verið að taka í notkun nýjan æfingasal á Ásvöllum sem loksins gerir okkur
samkeppnishæf við þau félög sem við viljum bera okkur við.

Á þessum 60 árum hafa unnist margir fræknir sigrar í meistaraflokki karla og kvenna og veit ég að þið hinir almennu félagsmenn og stuðningsmenn gerið ykkur ekki grein fyrir þeim fjölda titla sem unnist hafa.

Frá aldamótum hefur karlaliðið okkar orðið:
Íslandsmeistarar í 10 skipti
Bikarmeistarar í 5 skipti
Deildarmeistarar 10 skipti

Frá aldamótum hefur kvennaliðið okkar orðið:
Íslandsmeistarar í 3 skipti
Bikarmeistarar 3 skipti
Deildarmeistarar 5 skipti

Frá stofnun deildarinnar árið 1958 hafa meistaraflokksliðin okkar unnið samtals 45 titla og þar af 36 frá árinu 2000 í þeim helstu keppnum sem við tökum þátt í Íslandsmóti efstu deild og Bikarkeppni. Þá eru ótaldir sigrar í keppni um Deildarbikarinn og síðan þáttaka okkar liða í Evrópukeppnum sem telur 110 leiki hjá karlaliðinu og 14 hjá kvennaliðinu.

Markmið okkar í Haukum er alltaf það sama þ.e að vera með bæði okkar lið í meistaraflokki í fremstu röð og hlúa vel að innra starfi þannig að okkar yngri flokkar fái sem bestu og faglegustu þjálfun sem völ er á.

Læt ég hér fylgja yfirlit sem segir alla söguna:

Mfl.karla 28 titlar:

Íslandsmeistarar
2000 – 2001- 2003 – 2004 – 2005 – 2008 – 2009 – 2010 – 2015 – 2016.

Bikarmeistarar
1980 – 1997 – 2001 – 2002 – 2010 – 2012 – 2014

Deildarmeistarar
1994 – 2002 – 2003 – 2004 – 2005 – 2009 – 2010 – 2012 – 2013 – 2013 – 2016

Mfl. kvenna 13 titlar:

Íslandsmeistarar
1996 – 1997 – 2001 – 2002 – 2005

Bikarmeistarar
1997 – 2003 – 2006 – 2007

Deildarmeistarar
2001 – 2002 – 2005 – 2009 – 2016

Þess má geta að Íslandsmeistara titlar karla og kvenna árin 1943, 1945, 1946 eru ekki taldir hér með sem og Deildarbikarmeistaratiltlar.

Áfram Haukar ♥️