HK-Haukar ESSÓ deild karla

Strákarnir höfðu það í Digranesi í kvöld er þeir heimsóttu nýkrýnda bikarmeistara HK og endaði leikurinn 28-31. Okkar menn byrjuðu leikinn ágætlega og voru yfir en heimamenn jöfnuðu og náðu 2ja til 3ja marka forskoti sem þeir héldu út hálfleikinn. Staðan í hálfleik var 19-16. Vörnin var arfaslök hjá okkur og markvarslan samkvæmt því.
Greinilegt var að einhver sagði eitthvað inní klefa, því allt annað lið mætti til leiks í seinni hálfleik. Vörnin small og Bjarni tók að verja hvern boltann á eftir öðrum. Snemma í síðari hálfleik náðu strákarnir okkar að jafna og náðu yfirhöndinni og héldu þeir 2ja til 3ja marka forskoti það sem eftir lifði leiks.
Sanngjarn sigur, tvö stig í pottinn og annað sætið endurheimt.