Helgin framundan

Það verður nóg að gera hjá okkur um helgina og rétt að minna á helstu viðburði.

Á föstudagskvöldið mæta allir herrar á Herrakvöldið.

Fjölliðamót hjá 5.fl. er alla helgina. Haukar sjá um mótið hjá 5.fl.karla –actavis mótið – og verður leikið bæði á Ásvöllum og Strandgötu. Mótið hjá 5.fl.kvenna. verður á Seltjarnarnesi í umsjón Gróttu.

Á sunnudag kl. 16:00 stendur landinn saman og horfir á landsliðið leika sinn fyrsta leik á HM. Leikurinn er við Tékka og hefst kl. 16:00.

Við ljúkum svo helginni með mætingu á Ásvelli kl. 19:30 og styðjum stepurnar okkar í mfl.kvenna er þær taka á móti GróttuKR í fyrsta heimaleik ársins.

Góða helgi og góða skemmtun – Áfram Haukar

Helgin framundan

Allir herrar mæta á Herrakvöldið í kvöld. Húsið opnar kl. 19.30.

Aðalfundur handknattleiksdeildar er á laugardaginn kl. 14.00..

Á sunnudag mæta Haukar kl. 18.00 í Krikann og sjá stelpurnar okkar leika við FH-dömur. Eftir leikinn er haldið á Ásvelli og þar horfum við á Haukastrákana sem fá GróttuKR drengi í heimsókn..

Fjölliðamót hjá 6.flokki alla helgina. ÍR heldur mótið hjá strákunum og FH hjá stelpunum