Helena og Þóra Kristín báðar í byrjunarliðinu í A landsliði kvenna á móti Svartfellingum

Haukastelpurnar Helena Sverrisdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu í landsleiknum á móti Svartfellingum í undankeppni Evrópumótsins í laugardalshöllinni í gærkvöldi, en Helena var jafnframt fyrirliði liðsins.

Báðar spiluðu stórt hlutverk í liðinu, þóra spila í 29 min. og skilaði 5 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum. Þóra var að spila sinn fyrsta stóra A landsleik og stóð sig mjög vel í leiknum og stjórnaði liðinu vel.
Helena spilaði í 33 min. og var einn besti leikmaður liðsins í leiknum og skilaði 18 stigum, 10 fráköstum og 9 stoðsendinum, grátlega nærri þrefaldri þrennu. Helena er eins og síðustu ár lykilleikmaður í A landsliðinu og spilaði frábærlega í leiknum.

Kkd. Hauka er ótrúlegar stolt af þessum landsliðsstúlkum og óskar þeim báðum með þennan glæsilega árangur og óskar þeim velfarnaðar í næsta verkefni, en það er leikur á móti Slóavakíu úti næstkomandi miðvikudag.

Til hamingju Helena og Þóra.

Það má lika benda á að á landsliðsmyndinni með fréttinni eru ungar körfuboltastelpur úr mb. 8-9 ára stúlkum ur Haukum en þær fengu þann heiður að leiða stelpurnar í A landsliðinu inn á völlinn er leikmenn voru kynntir.