Haukastúlkur fara í Ljónagryfjuna í kvöld.

solrunEftir frábæran heimasigur í síðasta leik á móti Stjörnustúlkum þá munu stelpurnar heimsækja Ljónagryfjuna í Njarðvík. Í þessum leik eru liðin tvö að keppa sem spáð var síðustu tveim sætum í Dominos deild kvenna á þessu tímabili.

Bæði lið hafa sýnt að þau séu mun betri en spáð var fyrir tímabilið, Njarðvík situr í 4 sæti deildarinnar með þrjá sigra en Haukar í næst neðsta með tvo sigra. Stutt er á milli liða og ljóst er að deildin er mjög jöfn og allt getur gerst.

Með sigri geta Haukastúlkur lyft sér töluvert upp í deildinni og því er til mikils að vinna. Stelpurnar spiluðu gríðarlega vel í síðasta leik og voru mjög ákveðnar bæði í vörn og sókn. Í liði Njarðvíkur er hin öfluga Carmen Thyson-Tomas og ljóst er að til að ná fram sigri þarf að spila góða vörn á hana. Njarðvíkurliðið, eins og Haukaliðið, er skipað ungum og efnilegum stúlkum og verðum gaman að fylgjast með þessum mikilvæga leik.

Við hvetjum allt Haukafólk til að fá sér góðan fjölskyldubíltúr til Reykjanesbæjar og horfa og skemmtilegan körfubolta.

Áfram Haukar.