Haukastelpur taka á móti Fram á morgun

HaukarFyrsti leikur Hauka í 1.deild kvenna þetta sumarið fer fram á Schenkervellinum á Ásvöllum annað kvöld, föstudagskvöld, kl.19.15. Andstæðingar okkar stúlkna að þessu sinni eru Frammarar úr Safamýri og Grafarholti.

Haukaliðið er mikið breytt frá síðasta ári, margir leikmenn hafa horfið á braut, flestir hafa hætt knattspyrnuiðkun en einhverjir hafa farið til annara liða. Einn öflugasti leikmaður liðsins í fyrra, Kristín Ösp Sigurðardóttir er farin í lán til Stjörnunnar þar sem hún freistar þess að komast í eitt sterkasta lið landsins.

Í stað þeirra sem hafa horfið á braut hafa Haukar hins vegar bætt við sig feykilega ölfugum leikmönnum, fyrsta ber að nefna Pálu Marie Einarsdóttur, fyrrum landsliðskonu, sem kom til Hauka að láni frá Val. Einnig hafa Haukar fengið þær Evu Núru Abrhamsdóttur, Huldu Sigurðardóttur, Katrínu Eddu Einarsdóttir og Þórunni Sigurjónsdóttur frá Fylki, þær Katrín Klara Emilsdóttir og Eydís Lilja Eysteinsdóttir komu að láni frá Stjörnunni og Anna Guðrún Sveinsdóttir frá Völsungi. Petra Rut Ingvadóttir kom frá Breiðabliki, Sæunn Sif Heiðarsdóttir frá Val og Þórhildur Guðný Sigþórsdóttir frá Keflavík.

Margar þessara stúlkna eiga að baki leiki með yngri landsliðum Íslands og eru, eins og áður sagði, mjög öflugir leikmenn þrátt fyrir að vera ekki endilega stærstu „nöfnin“ í boltanum í dag. Haukar tefla fram mjög álitlegu liði fyrir sumarið sem hefur fulla getu til þess að blanda sér í baráttuna um efstu sæti riðilsins.

Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn í sumar og styðja stelpurnar, aðgangur er ókeypis á alla leiki stúlknanna og er þetta því tilvalin afþreying fyrir alla fótboltaáhugamenn. Prófaðu að koma á völlinn, það mun koma þér skemmilega á óvart!