Haukastelpur áfram í Áskorendabikarnum – Dregið í næstu umferð á morgun

Elín Jóna varði frábærlega um helgina.

Elín Jóna varði frábærlega um helgina.

Eins og fram kom fyrir helgi voru stelpurnar í meistaraflokki í handbolta í eldlínunni á Ítalíu um helgina þar sem liðið lék tvo leiki gegn ítalska liðinu Jomi Salerno í Áskorendabikar Evrópu. Hægt er að segja að stelpurnar hafi farið í gegnum þessa tvo leiki með glæsibrag en þær gerðu sér lítið fyrir og unnu heimastúlkur í báðum leikjunum.

Fyrri leikurinn á laugardaginn vannst 23 – 19 þar sem Maria Ines var markahæðst með 7 mörk og Ragnheiður Sveinsdóttir kom næst með 4 mörk. Sá sigur gaf því góðan útgangspunkt fyrir seinni leikinn sem Haukastelpur unnu 27 – 22 en í þeim leik var Maria einnig markahæðst nú með 6 mörk en Ragnheiður Ragnarsdóttir skoraði einnig 6 mörk og Ramune skoraði 5 mörk.

Haukastúlkur unnu því einvígið samanlagt 50 – 41. Þess má geta að í seinni leiknum léku Haukastúlkur rúmlega hálfan leik án Ragnheiðar Sveinsdóttur en hún fékk sína 3. brottvísun undir lok fyrri hálfleiks en hún var í lykihlutverki bæði í vörn og sókn um helgina vegna þess að fyrirliðinn María Karlsdóttir er meidd. Það kom þó ekki að sök því að allt liðið spilaði frábærlega um helgina og þá ber helst að nefna hana Elíni Jónu sem varði frábærlega í leikjunum tveimur og lagði hún grunninn að sigrunum um helgina.

Nú er komið frí í deildinni fram á nýtt ár en næst á dagskrá er deildarbikarinn mili jóla og nýárs og kemur meira um það seinna.

Með sigrunum um helgina tryggðu Haukastúlkur sig í 16-liða úrslit Áskorendabikarsins en dregið verður í þá umferð á morgun, þriðjudag, kl. 10:00 á íslenskum tíma. En fyrri þann drátt er búið að raða liðunum 16 í tvo styrkleikaflokka og eru Haukastúlkur í neðri styrkleikaflokki mætir því liði úr eftri styrkleikaflokki. Í þeim flokki eru:

  • DHC Sokol Poruba frá Tékklandi
  • Rocasa Gran Canaria ACE frá Spáni
  • Mecalia Atletico Guardes frá Spáni
  • Virto / Quintus frá Hollandi
  • Kram Start Elblag frá Póllandi
  • H 65 Höörs HK frá Svíþjóð
  • Ardesen GSK frá Tyrklandi
  • HC Karpaty frá Úkraínu

Það kemur því í ljós hverjir mótherjar Haukaliðsins verða en fyrri leikirnir í næstu umferð fara fram 4. – 5. febrúar og seinni leikirnir verða viku seinna. Hægt verður að fylgjast með drættinum á Facebook síðu EHF, heimasíðu EHF, Twitter EHF og einnig koma fréttir á Twitter og Facebook síðum Hauka.