Haukastelpur í Höllinni 2003

Eins og við söguðum í gær var ætlunin að segja meira frá bikarleiknum hjá stelpunum. Í raun er ekki miklu við að bæta. Stelpurnar okkar voru FRÁBÆRAR og unnu GLÆSILEGAN SIGUR á ÍBV og eru BIKARMEISTARAR 2003. Hvað meira er hægt að segja!!!

Leikurinn var hin besta skemmtun, spennan var rafmögnuð og leikurinn í járnum allan tímann. Hvorugt lið náði afgerandi forystu, þau skiptust á að hafa eins til tveggja marka forskot. Staðan í hálfleik var 11-10 fyrir ÍBV en leiknum lauk með okkar sigri 23-22. Besti maður Hauka var “liðsheildin” sem var frábær. Harpa Melsteð var markahæst og fór fyrir sínu lið þegar á þurfti að halda.

Við Haukar þökkum þeim fjölmörgu áhorfendum sem mættu í Höllina og studdu við bakið á stelpunum og hvöttu þær áfram þegar á þurfti að halda. Eins þökkum við öllum þeim fjölda fólks sem hjálpuðu við undirbúning og framkvæmd leiksins. Allir þessir aðilar og auðvitað frábæru stelpurnar okkar, gerðu þennan dag ógleymanlegan í íþróttasögu Hauka.

Enn og aftur til hamingju stelpur – þið eruð bestar – þið eruð Bikarmeistarar – þið eru HAUKAR.