Haukasigur í Breiðholtinu

Hilmar Trausti ArnarssonÞað er greinilegt að leikmönnum Hauka líður vel í Breiðholtinu og á fimmtudaginn var mættu þeir upp í Efra-Breiðholt og sigruðu þar heimamenn í Leikni R. Þetta er ekki fyrsti sigurleikur Hauka í Breiðholtinu á tímabilinu því fyrr í sumar unnu þeir lið ÍR í Neðra-Breiðholtinu.

Haukar lentu undir í leiknum en undir handleiðslu Magnúsar Gylfasonar gáfust þeir ekki upp og skoruðu tvö mörk áður en leiknum lauk.

Ísak Örn Þórðarson skoraði annað mark sitt fyrir Hauka á tímabilinu með góðum skalla eftir sendingu frá Hilmari Trausta Arnarssyni. Hilmar Trausti tryggði síðan liðinu sigurinn með góðu skoti innan markteig Leiknis í seinni hálfleik eftir góðan undirbúning frá Ásgeiri Þór Ingólfssyni. Þetta er fjórða mark Hilmars fyrir Hauka á tímabilinu.

Næsti leikur Hauka er næstkomandi miðvikudag, 29. júní á heimavelli gegn neðsta liði deildarinnar, HK. Nú er kominn tími á fyrsta heimasigurinn í 1. deildinni í sumar. Strákana klæjar í fingurgómana að fagna fyrsta sigrinum á heimavelli en liðið er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 13 stig. 

Leikurinn hefst klukkan 20:00 og hvetjum við allt Haukafólk að fjölmenna á þann leik.

Áfram Haukar!