Haukasigur á Eyjamönnum

Það var topplið 1.deildar sem heimsóttu Hauka í dag. Sólin var í öllu sínu veldi og vyndurinn var hverki sjáanlegur. Fjölmennt var í brekkunum í kringum völlinn og Útvarp Saga var mætt á staðinn.

Andri Marteinsson stillti liðinu svona upp;

Amir í markinu, Pétur í hægri bak, Philip og Tóta í miðverði og Úlla í vinstri bak.

Hann var síðan með Hilla Trausta, Goran Lukic og Danny á miðri miðjunni, Hilmar Geir og Ásgeir á sitt hvorum kantinum og Denis Curic frammi.

Á bekknum voru síðan Ómar Karl, Davíð Ellerts., Þórir, Edilon og Jónas.

Ólafur Kjartansson flautaði leikinn á um klukkan 14:00. Og þá byrjuðu liðin að spila fótbolta, bæði lið reyndu fyrir sér, en Ásgeir Ingólfsson var ekkert að nenna neinu hangsi og átti fyrsta skotið að marki Eyjamanna á 2.mínútu en skot hans rétt yfir.

Þetta hörkuskot hans virtist róa leikmenn beggja liða aðeins niður. Tóti og Philip gáfu ekkert færi á sér í vörninni og miðjan var nokkuð þétt. Ásgeir og Hilmar Geir áttu sína spretti upp kantinn og úr einum þannig hjá síðar nefnda komst hann í ákjósanlegt marktækifæri en skot hans fór rétt framhjá.

Eyjamenn urðu fyrir áfalli á 22. mínútu er Matt Garner fyrirliði þeirra fór af velli meiddur.

Á 40.mínútu átti Daniel Jones hörkuskalla að marki Selfyssinga eftir hornspyrnu frá Ásgeiri, en Albert Sævarsson markvörður Eyjamanna varði ótrúlega bara vel.

Og í næstu sókn voru Eyjamenn aftur stál heppnir að lenda ekki undir, Denis Curic tók þrjá ef ekki fleiri varnarmenn Eyjamanna á inní vítateig þeirra, gaf síðan á Hilmar Geir sem átti skot sem Albert varði en var næstum búinn að missa inn.

Það var síðan á 45.mínútu er Ingi Rafn Ingibergsson fékk að líta beint rautt eftir glórulausa tveggja fótatæklingu á Pétri Erni Gíslasyni. Eyjamenn voru afar ósáttir með dóminn en ég skil samt ekki alveg hvað þeir voru að horfa á…

Stuttu síðar flautaði Ólafur Kjartansson til hálfleiks. Haukar fengu tvö færi í fyrri hálfleik en Eyjamenn eitt og það örugglega það besta í leiknum öllum, er Bjarni Rúnar slapp einn inn fyrir en skaut framhjá.

Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 54.mínútu leiksins, eftir aukaspyrnu frá Hilmari Trausta rétt fyrir utan teig náði Albert að kýla boltann út en beint í Goran Lukic og inn. Staðan orðin 1-0 Haukum í vil.

Haukamenn komust síðan 2-0 yfir á 63.mínútu, Hilmar Geir átti skot að marki sem Albert varði en missti boltann frá sér til Daniel Jones sem náði til boltans en skot hans slappt og náði Úlfar Hrafn til boltans gaf út fyrir teig á Ásgeir sem sá að Albert var fremur framarlega í marki Eyjamanna og reyndi skot sem Albert náði ekki til.

Eftir þetta voru Eyjamenn nánast búnir að gefast upp en reyndu þó aðeins að gera eitthvað en ekkert gekk upp hjá þeim enda var vörnin eins og klettur.

Andri Marteinsson ætti ekki að hafa áhyggjur ef vörnin mun spila svona áfram..

2-0 sigur Hauka staðreynd á toppliði ÍBV, sem var með markatöluna 16 – 1 fyrir leikinn !!!

Þetta hlýtur að gefa strákunum meira sjálfstraust fyrir komandi átök og áhorfendur hljóta að vilja taka þátt í þessu með þeim og mæta og styðja strákana í leikjunum sem eftir er.

Næsti leikur er á föstudaginn í Breiðholtinu gegn Leikni klukkan 20:00. Leiknir eru á botni deildarinnar með 5 stig.

En fyrst og fremst til hamingju með sigurinn strákar!

ÁFRAM HAUKAR