Haukarnir dottnir úr bikarnum

HaukarÍ gær tóku Haukar á móti Fjarðabyggð í 32-liða úrslitum Visa-bikarsins, á Þjóðhátíðardeginum sjálfum. 

Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og þurfti því að framlengja leikinn, þar skoruðu gestirnir eitt mark úr aukaspyrnu en Haukar ekki neitt og því fór sem fór. Haukar eru því dottnir úr bikarnum í ár. Fyrr en vanalega.

Haukarnir voru samt sem áður mun betri allan leikinn, en oft er það ekki nóg, því eina sem gildir í fótboltanum er að skora mörk. Það þýðir því ekkert að gefast upp og nú munu leikmenn Hauka því einungis einbeita sér að 1.deildinni þar sem þeir hafa byrjað mótið mjög vel.

Næsti leikur liðsins er á Ásvöllum á sunnudaginn klukkan 16:00 þegar Haukar taka á móti ÍR sem eru nýliðar í deildinni.

Hægt er að lesa umfjöllun frá Fótbolti.net um leikinn í gær, hér.