Haukar-Víkingur, ESSÓ deild kvenna

Stelpurnar unnu góðan sigur 28-27 í skemmtilegum leik við Víking á Ásvöllum í kvöld. Þær skoruðu fyrsta markið og voru með yfirhöndina í byrjun, 3-1, 6-3, 7-4 en gestirnir náðu að jafna 8-8 og komust yfir 8-9 eftir ca 20 mínútna leik. Gústaf tók leikhlé og “messaði” yfir stelpunum og tóku þær vel við sér og skoruð næstu 6 mörk og komust í 14-9. Staðan í hálfleik var 15-10 og allt leit út fyrir öruggan sigur. Víkingsdömur neituðu þó að gefast upp og söxuðu á forskotið 16-13, 17-15 og náðu að jafna 19-19, 20-20, 23-23 og fór að fara um okkar stuðningsmenn á pöllunum. En stelpurnar okkar héldu haus og voru einu til tveimur mörkum yfir það sem eftir var leiks, 25-23, 26-24, 27-25 og lauk leiknum með eins marks sigri 28-27.

Harpa var markahæst með 7 mörk. Tinna og Hanna voru með 6 hvor, Ragnhildur 5, Inga Fríða 2, Sonja og Nína með 1 hvor. Mark Nínu var af skondnari kantinum. Eftir mikla baráttu um boltann, náði hún taki á honum liggjandi á gólfinu og skoraði þannig glæsilegt mark.