Haukar U töpuðu í Austurbergi

Í kvöld hófst 1.deild karla í handbolta og hófu Haukar U tímabilið í Austurbergi gegn ÍR-ingum sem féllu úr Úrvalsdeildinni í fyrra.

ÍR-ingar skoruðu fyrstu tvö mörkin í leiknum og gáfu þar með tóninn, Hauka liðið var alltaf nokkrum mörkum á eftir Breiðhyltingum. Þegar fór að líða á fyrri hálfleikinn jókst munurinn á liðunum og komust ÍR-ingar mest fimm mörkum yfir, í stöðunni 11-6 og 15-10, Haukar skoruðu síðan síðasta mark hálfleiksins og staðan í hálfleik 15-11.
Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega, en ekki nægilega vel til að stríða ÍR-ingum, í stöðunni 19-14 ÍR-ingum í vil skoruðu ÍR-ingar sex mörk á móti einu marki Hauka og staðan því orðin 25-15. Eftir það var eftirleikurinn erfiður og gengu ÍR-ingar á lagið með Kristmann Dagsson fremstan í flokki. Stefán Huldar Stefánsson ungur markvörður okkar Haukamanna kom inná þegar u.þ.b. 20 mínútur voru eftir af leiknum og varði 8 bolta og hélt Haukaliðinu oft á floti en það dugði ekki til.
Lokastaðan í leiknum 34-22.

Skotnýting;

Jóhann Jónsson 6mörk / 10skot
Þórður Rafn Guðmundsson 5 / 12
Rúnar Svavarsson 4 / 5
Orri Sturluson 3 / 7
Einar Rafn Eiðsson 1 / 4
Styrmir Gunnarsson 1 / 7
Sigurjón Hilmarsson 0 / 1
Kristján Örn Arnarson 0 / 1
Kristján Helgason 0 / 2

Markvarlsa;

Finnbogi Árnason 5skot / 40 mínútur
Stefán Huldar Stefánsson 8 / 20


Arnar Daði Arnarsson skrifar