Haukar taka á móti Fjölni á laugardaginn

Haukar

Haukaliðið tekur á móti Fjölni í 4.umferð 1.deildar karla á laugardaginn á Ásvöllum. Hefst leikurinn stundvíslega klukkan 14:00.

Eftir tap í fyrsta heimaleik sumarsins er lítið annað að gera en að tryggja sér þrjú stig á laugardaginn og fagna þar með fyrsta sigrinum af vonandi fjölmörgum á DB Schenkervellinum. Haukar hafa byrjað mótið nokkuð vel, með sex stig eftir tvo útisigra á Þrótti R. og Selfoss.

Staðan í deildinni er nokkuð jöfn eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Haukar eru í efsta sæti ásamst Grindavík, Víking R. og BÍ/Bolungarvík. Öll eru þau með sex stig.

Fjölnisliðið er síðan nokkrum sætum neðan með fjögur stig, og getur komið sér í hóp efstu liða með sigri á laugardaginn. Í fyrra þegar þessi lið mættust skiptu þau sigrunum bróðlega á milli sín. Fjölnisliðið vann heimaleikinn og Magnús Páll Gunnarsson tryggði Haukum sigur á Fjölni í lokaumferðinni í fyrra.

 

 

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að fjölmenna á leikinn á laugardaginn. 

Sjá stöðuna í deildinni. 

Sjáumst á vellinum – ÁFRAM HAUKAR!