Haukar-Stjarnan mfl.kvenna

Stelpurnar okkar unnu öruggan og mikilvægan sigur á Stjörnunni á Ásvöllum í dag 30-24.
Haukar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik, þær skoruðu fyrsta markið, Stjarnan jafnaði og síðan var jafnt á öllum tölum í 4-4. Þá kom góður kafli hjá Haukum og gerðu þær næstu fjögur mörk og staðan 8-4. Næstu fjögur mörk komu frá gestunum og staðan aftur jöfn 8-8. Haukar höfðu síðan yfirhöndina það sem eftir var fyrri hálfleiks og var staðan í leikhléi 16-14.

Stelpurnar okkar komu mjög vel stemmdar til síðari hálfleiks, þær gerðu fyrstu þrjú mörkin og heldu góðu forskoti það sem eftir var leiks og unnu frábæran sigur.

Haukar-Stjarnan mfl.kvenna

Stelpurnar okkar tóku á móti Stjörnunni á Ásvöllum í kvöld og lauk leiknum með jafntefli 27-27.

Gestirnir byrjuðu betur en fljótlega tóku Haukar frumkvæðið og náðu góðri forystu 11-7 en Stjarnan jafnaði 11-11 og jafnt var í hálfleik 13-13. Stelpurnar okkar komu vel stemmdar frá búningsklefanum og leiddu leikinn fram á síðustu mínútu. Þær náðu sex marka forskoti 25-19 en slökuðu þá á en það gengur ekki á móti góðu liði Stjörnunnar sem saxaði á forskotið og náði að jafna rétt fyrir leikslok.

Það var sárt að tapa öðru stiginu en það þýðir ekkert annað en spýta í lófana og nú mæta stelpurnar okkar bara tvíelfdar til næsta leiks.

Áfram Haukar.

Haukar-Stjarnan mfl.kvenna

Stelpurnar okkar unnu frábæran sigur 30-27 í spennandi leik við Stjörnuna á Ásvöllum í kvöld. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur en í stöðunni 4-4 kom góður kafli hjá Haukum og náðu þær góðu forskoti 8-4. Gestirnir söxuðu síðan á þetta forskot og jöfnuðu 14-14 og í hálfleik var staðan 17-16. Í síðari hálfleik jafnaði Stjarnan 17-17 og skiptust liðin síðan á að hafa forystu en jafnt var á öllum tölum í 26-26. Þá gerðu Haukar tvö í röð 28-26 og héldu forystunni til loka og unnu glæsilegan sigur.

Haukar-Stjarnan mfl.kvenna

Árið byrjaði ekki nógu vel hjá stelpunum okkar og áttu þær arfaslakan seinni hálfleik er þær töpuðu illa fyrir Stjörnunni á Ásvöllum í gærkvöldi 22-30.
Fyrri hálfleikur byrjaði vel og allt leit út fyrir spennandi og skemmtilegan leik. Stelpurnar okkar skoruðu fyrstu tvö mörkin, Stjarnan jafnaði 4-4. Liðin skiptust síðan á að hafa forystu og jafnt var á flestum tölum, 6-6, 8-8, 9-9, 11-11, 12-12. Þá kom ágætis kafli hjá okkur og skoruðu þær tvö mörk og staðan var 14-12 í hálfleik. Hvað gerðist í seinni hálfleik er erfitt að segja, en ekkert gekk upp og leikur liðsins hrundi gjörsamlega.

Þessum leik er lokið og verður ekki breytt. Það er dágóður tími í næsta leik og án efa verða stelpurnar okkar búnar að finna taktinn fyrir þann tíma