Haukar-Stjarnan ESSÓ deild kvenna

Stelpurnar unnu glæsilegan sigur 18-16 á Stjörnunni á Ásvöllum núna rétt áðan. Leikurinn var jafn allan tímann, mest að annað liðið næði tveggja marka forskoti. Báðum liðum gekk illa að skora í byrjun, staðan var 5-5 eftir ca 20 mín. leik. Varnir voru góðar og ágætis markvarsla. Staðan í hálfleik var 9-7 fyrir okkur. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu 4 mörk í röð og staðan orðin 9-11. Þá tóku okkar stelpur við sér og komust yfir 13-12. Leikurinn var síðan í járnum, 13-13, 14-14, 15-15, 16-16 og allt gat gerst. En stelpurnar okkar sýndu hvað í þeim býr og kláruðu leikinn, skoruðu tvö mörk og leiknum lauk 18-16. Stelpurnar klikkuðu á nokkrum dauðafærum og hefðu í raun átt að vera búnar að klára leikinn mikið fyrr.
Markaskor dreyfðist á allt liðið: Hanna, Harpa, Inga Fríða og Tinna voru allar með 3 hver. Brynja og Sandra með 2 hvor, Nína og Sandra með 1 hvor. Luci var í markinu í fyrri hálfleik og varði ágætlega. Bryndís kom svo inná í seinni hálfleik og stóð sig frábærlega, varði m.a. 3 víti.
Frábær sigur stelpur – Til hamingju – Haukar eru bestir.