Haukar – Selfoss

HaukarEins og áður hefur verið greint frá mætast Haukar og Selfoss í 1.deild karla í knattspyrnu í kvöld á Schenkervellinum kl.19:15. Haukar sitja sem stendur í þriðja sæti deildarinnar, einungis þremur stigum frá Víkingi R. sem er á toppnum en einnig einungis þremur stigum frá Leikni sem er í sjöunda sæti. Deildin er ótrúlega jöfn og skemmtileg þetta árið og er hver sigur því gríðarlega mikilvægur í þessari jöfnu baráttu þar sem nánast allir geta unnið alla.

Gengi Haukaliðsins í sl. fimm leikjum hefur verið misjafnt, tveir sigrar, tvö töp og eitt jafntefli, sem gefur reyndar ágæta mynd af gengi flestra liða í deildinni. Selfyssingar, gestir okkar í kvöld hafa einmitt svipaðan árungur í síðustu leikjum en þó aðeins verri, þrjú töp og tveir sigrar í síðustu fimm leikjum. Þess má þó geta að síðasti leikur þeirra var 6-1 sigur á toppliði Víkings.

Selfyssingar sitja í 8. sæti deildarinnar, þó ekki nema fimm stigum á eftir Haukum í þriðja sætinu, svo þeir eiga enn raunhæfa möguleika á að fara upp um deild þrátt fyrir að mótið sé rúmlega hálfnað!

Aðsóknin á heimaleiki Hauka í sumar hefur ekki verið í neinu samræmi við gengi liðsins í deildinni, nú er kominn tími til að alvöru Haukafólk drífi sig á völlinn eigi það þess nokkurn kost! Miðinn kostar ekki mikið og þess utan rennur aðgangseyrir í félagið og hlítur þetta að vera pening sem fólk lítur á að sé vel varið!

Allir á völlinn! Áfram HAUKAR!!!

Haukar -Selfoss

HaukarEinn mikilvægasti leikur sumarsins verður fimmtudaginn 5. ágúst kl 19:15 á Vodafonevelli þegar okkar menn taka á móti Selfossi. Með sigri komum við okkur upp í hið eftirsótta tíunda sæti. Spænski framherjinn Garcia er kominn með leikheimild og verður í leikmannahópnum. Þetta er leikur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Allir að mæta á völlinn og styðja okkar menn. Áfram Haukar