Haukar – Njarðvík í kvöld kl. 19:15

Helgi Björn verðu í eldlínunni í kvöldGrænklæddir Njarðvíkingar kíkja í heimsókn í Schenkerhöllina í kvöld og munu etja kappi við heimamenn í 8. umferð Dominos deildarinnar.

Bæði lið hafa unnið fjóra leiki og tapað þrem og sitja í 6 og 7 sæti og því má búast við harðri baráttu á milli tveggja góðra liða. Þessi lið háðu skemmtilega og jafna viðureign í úrslitakeppninni í fyrra, þar sem Njarðvíkingar slóu Haukamenn og út og því eiga Haukastrákar harma að hefna.

Í hálfleik verða afhentir körfuboltabúningar frá Landflutningum handa öllum iðkendum yngri flokka körfuknattleiksdeildar og tekin verður mynd af hópnum í treyjunum. Við hvetjum alla iðkendur yngri flokka deildarinnar að mæta með foreldrum, styðja við bakið á strákunum okkar í leiknum og fá bolina afhenta í hálfleik.

Haukar – Njarðvík í kvöld kl. 19:15

Terrence hefur spilað vel í síðustu leikjumHaukar mæta Njarðvík í kvöld kl. 19:15 í Schenkerhöllinni.

Haukar geta með sigri endurheimt fimmta sætið í deildinni og jafnframt sett smá pressu á Njarðvíkinga um fjóðra sætið sem gefur jafnfram heimavallarétt í úrslitakeppninni.

 Haukarnir hafa unnið síðustu tvo leiki á móti Stjörnunni heima og KFÍ á útivelli. Góður stígandi hefur verið í leik liðsins síðustu leiki og því má búast við spennandi og góðum leik tveggja góðra liða.

Baráttan fyrir sæti í úrslitakeppninni hefur sjaldan verið eins hörð og þar skiptir hver leikur máli. Góður stuðningur áhorfenda skiptir því miklu máli.