Haukar með öruggan sigur á Fjölni

Hope ElamHaukar sigruðu Fjölni örugglega í Grafarvoginum í kvöld. Með sigrinum styrktu Haukar stöðu sína í 3 – 4 sæti Iceland Expressdeildarinnar.

Jafnt var fyrstu 5 mínútur leiksins en þá breyttu Haukar stöðunni á næstu 4 mínútum úr 9-8 fyrir Fjölni í 22-11 fyrir Hauka.

Í fyrsta hluta leiksins hafði Bjarni þjálfari notað 10 leikmenn sem skilað höfðu Haukum 24-15 forystu. Stigaskor var að dreyfast vel á Haukastelpur og greinilegt að þær ætluðu sér sigur í leiknum.

 

Fjölnir tók rispu í byrjun 2.leikhluta þar sem Katina annar erlendi leikmaður Fjölnis setti niður 8 stig á skömmum tíma. í stöðunni 28 – 26 fyrir Hauka sögðu Haukastelpur hingað og ekki lengra, hertu vörnina, keyrðu upp hraðan í sókninni og skildu Fjölni eftir. Í hálfleik var staðan orðin 48 – 34 eftir að Hope Elam hafði sett niður 3 stiga skot á lokasekúndunni. Leikurinn varð aldrei spennandi eftir þetta Haukastelpur yfirspiluðu Fjölni það sem eftir var þar sem liðsheild Hauka skilaði oft flottum körfum.

 

Að loknum 3 leikhlutum voru Haukar komnir með 25 stiga forskot þar sem Bjarni þjálfari notaði vel leikmenn sína. Bjarni gat leyft sér að hvíla Jence og Hope löngu stundum í síðari hálfleik. Í fjórða leikhluta komu síðan allir 12 leikmenn Hauka við sögu í leiknum og kláruðu leikin með stæl og héldu sama mun milli liðanna til enda. 

Tíu leikmenn skoruðu stig liðsins í kvöld þar sem Jence var stigahæst með 22 stig, 6 fráköst og 6 stolna bolta, Hope Elam kom næst með 21 stig og 7 fráköst.

Margrét Rósa spilaði mjög vel í kvöld og setti 19 stig á þeim 27 mínútum sem hún spilaði. Guðrún átti einnig fínan leik með 10 stig og 7 fráköst og barðist eins og ljón eins og hennar er von og vísa.

Leikurinn í kvöld lofar góðu fyrir næsta leik sem verður á móti Hamri í 8 liða úrslitum bikarsins n.k. laugardag.