Haukar mæta Hamri á morgun

Haukar hefja leik í Iceland Express deild karla á morgun þegar það sækir lið Hamars frá Hveragerði heim. Lið Hamars hefur verið að leika ágætlega á undirbúningstímabilinu og komst til að mynda í aðra umferð Lengjubikarsins. Haukar duttu út í fyrstu umferð lengjubikarsins þegar að Grindavík lagði þá að velli en naumlega þó.

Haukum er spáð fallsæti í IE-deildinni á meðan Hamri er spáð örlítið ofar eða níunda sæti og því mikilvægt að ná sigri úr leik sem slíkum. Hamarsmenn hafa oft verið erfiðir heim að sækja og hafa þessi lið ekki mæst síðan þau léku saman í 1. deildinni tímabilið 2008-09. Leikir liðanna þá voru hníf jafnir og afar spennandi en Hamar fór það tímabilið beint upp í efstu deild og eru því að hefja sitt annað ár í röð þar.

Lið Hamars er að mikið breytt frá því á síðustu leiktíð en þeir misstu Marvin Valdimarsson til í Sjörnunnar, Odd Ólafsson til Bandaríkjanna, Pál Helgason í læknisnám erlendis, Viðar Hafsteinsson sem sneri aftur í heimaliðið Hött og Hjalta Val Þorsteinsson sem fór í Þór Þorlákshöfn. Nokkrir leikmenn hafa þó bæst í hópinn hjá þeim en þeir Darri Hilmarsson og Ellert Arnarsson komu frá KR, Kjartan Kárson frá FSu og Nerijus Taraskus frá Litháen.

Hópur Hauka er lítið breyttur. Marel Örn Guðlaugsson og Lúðvík Bjarnason eru hættir, Elvar Traustason tók sér frí og Helgi Björn Einarsson hélt í heimahagana í Grindavík. Þeir sem hafa bæst við hópinn eru Gerald Robinson, Matthías Rúnarsson frá Tindastóli og svo hafa sumir tekið fram skóna sem og leikmenn úr yngri flokkum hafa bæst við. Að öðru leiti er hópurinn óbreyttur frá því í fyrra og árinu reyndari.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og vonandi sjá Haukamenn sér fært að fjölmenna á fyrsta leik liðsins í efstu deild í nokkur ár klæddir í rautt.

Sjá einnig:

Púlsinn í IEX deild karla: Haukar 
Gerald Robinson til Hauka
Umfjöllun um Hauka í Morgunblaðinu
Karfan 2010-2011 á netinu:

Haukar mæta Hamri á morgun

Powerade-bikarinn heldur áfram á morgun þegar að Haukar mæta Hamri á Ásvöllum. Leikurinn hefst kl. 19:15 og er leikið í undanúrslitum.

Haukar sigruðu Njarðvík auðveldlega í síðasta leik 75-50 þar sem Heather Ezell var með fjórfallda tvennu. Hamar sigraði lið Vals örugglega þar sem fyrrum leikmaður Hauka, Kristrún Sigurjónsdóttir, var stigahæst með 18 stig.

Henning Henningsson þjálfari Hauka segir að þrátt fyrir meiðsli lykilmanna að þá sé fín stemning í hópnum.

„Við erum í góðum gír og þrátt fyrir meiðsl lykilmanna þá er fín stemmning í okkar hóp og allar stelpurnar eru staðráðnar í að selja sig dýrt í þessum leik eins og í öllum öðrum leikjum. Fyrir okkur er þetta bara venjulegur körfuboltaleikur og til að vinna þannig leik þá þarf að leggja sig fram og gera sitt allra besta.”