Haukar – Keflavík í Dominos deild karla fimmtudaginn kl. 19:15

Haukar fá Keflvíkinga í heimsókn í Schenkerhöllina fimmtudaginn 26 október og hefst leikurinn kl. 19:15.

Haukaliðið hefur verið að spila vel í síðustu leikjum og hafa spilað skemmtilegan bolta þar sem vörnin hefur verið þétt og mikið flæði í sókn liðsins. Eftir komu nýs erlends leikmanns, Paul Jones, heimkomu Kára Jóns hefur liðið spilað með miklu sjálfstrausti þar sem gleðin hefur verið ríkjandi og barátta innan liðsins.
Liðið er orðið þétt skipa og má segja að það séu alla vega tveir leikmenn að berjast um hverja stöðu. Breiddin hefur sýnt sig í síðustu leikjum en í síðasta leik spiluðu allir 12 leikmenn og sá sem spilaði minnst spilaði um 6 min. Í bikarleiknum á móti Stjörnunni spiluðu 10 leikmenn og enginn undir 10 min.

En nú reynir á liðið. Sterkt lið Keflvíkinga mætir í Schenkerhöllina og sýndu Keflvíkingar styrk sinn í síðasta leik er þeir lögðu sterkt lið Grindvíkinga að velli. Keflvikingar spila með frekar lítið lið inná vellingum, eru með klókan erlendan leikmann og svo má ekki gleyma okkar uppalda leikmanni, Hilmari Péturssyni, en þessi ungi og efnilegi leikmaður ákvað að freysta gæfunnar suður með sjó. Við Haukafólk tökum auðvitað vel á móti okkar manni á pöllunum og vitum að það verður ekki langt að bíða þangað til hann klæðist aftur rauðu.

Við hvetjum fólk til að mæta snemma, fá sér börger fyrir leik og hvetja liði áfram í baráttunni. Sigur í leiknum gefur efsta sæti Dominos eftir fjórar umferðir.

Við minnum líka á leik hjá stelpunum í kvöld í Smáranum á móti Breiðablik og svo spila þær aftur í Schenkerhöllini næstkomandi laugardag á móti Íslandsmeisturum úr Keflavík.