Haukar-KA 4-liða úrslit

Jæja, þá er sumarið loksins komið og fyrsti leikur í 4-liða úrslitum karla alveg að bresta á. Við vonum að strákarnir okkar komi vel undan vetri því mótherjar þeirra eru engir aðrir en KA menn, fulltrúar höfuðstaðs Norðurlands. Fyrsti leikur verður á Ásvöllum þriðjudaginn 27. apríl kl. 19:15. Annar leikur á Akureyri fimmtudaginn 29. apríl kl. 19:15. Ef til kemur verður þriðji leikur á Ásvöllum sunnudaginn 2. maí.

Haukar og KA hafa marga hildi háð á undanförnum árum og án ef verða þetta hörkuleikir, já blóð, sviti og tár. Þetta verður spenna og aftur spenna og enginn ætti að láta þessa leiki fram hjá sér fara. Við Haukar fjölmennum að sjálfsögðu og hvetjum okkar lið. Þessir leikir verða örugglega frábær skemmtun, strákarnir okkar gefa allt í leikina og við áhorfendur verðum að gera slíkt hið sama. Strákarnir þurfa á stuðningi okkar að halda og þeir áhorfendur sem ekki komast norður á fimmtudag verða bara að gefa tvöfalt í leikinn á þriðjudaginn.

Þetta er þriðja árið í röð sem Haukar og KA mætast í 4-liða úrslitum. Í fyrra, 2003, unnu Haukar báða leikina en vorið 2002 vann KA báða. Ef við grúskum aðeins meira, þá hafa liðin mæst ellefu sinnum þessi þrjú tímabil. Haukar hafa unnið 6 leik, KA 4 leiki og einn hefur farið jafntefli. Haukar skoruðu 351 mark í þessum leikjum og KA 328.
Ef við förum aðeins lengra aftur þá mættust Haukar og KA í úrslitum vorið 2001 og sælla minninga þá unnu Haukar Íslandsmeistaratitilinn eftir fimmta leik á Akureyri.

Glæsilegar tölur en þær gefa okkur ekki stig í næstu leikjum. Þess vegna mæta allir stuðningsmenn Hauka á leikina. Við styðjum strákana okkar, skemmtum okkur og munum hvað það getur verið rosalega gaman.

Góða skemmtun – Áfram Haukar.
.

Haukar-KA 4-liða úrslit

Strákarnir okkar komu vel undan vetri þó það tæki þá smá tíma að átti sig á að sumarið er komið. Þeir unnu öruggan sigur 33-27 á KA í fyrsta leik liðanna í 4-liða úrslitum Íslandsmótsins. Leikurinn var jafn í byrjun, Haukar skoruðu fyrstu tvö mörkin en gestirnir jöfnuðu 2-2 og síðan var jafnt á öllum tölum upp í 10-10. Þá kom slæmur kafli hjá okkar mönnum, ekkert gekk upp og gestirnir náðu þriggja marka forskoti 11-14. Staðan í hálfleik var 13-15 en strákarnir okkar notuðu leikhléið vel, því þó svo KA hafi skorað fyrsta markið þá tóku Haukar völdin eftir það og náðu afgerandi forystu. Þeir breyttu stöðunni úr 13-16 í 24-18 og aldrei spurning eftir það hvort liðið færi með sigur af hólmi. Í fyrri hálfleik var sóknin alls ekki nógu góð og vörnin svona la la. Þeir tóku sig heldur betur á í seinni hálfleik, þá gekk sóknarleikurinn upp og er þeir breyttu vörninni þá small hún saman. Þrátt fyrir að vera í tvígang tveimur færri þá bættu þeir bara við sig og héldu haus og vel það. Frábær sigur og gott veganesti norður yfir heiðar. Markahæstir voru Halldór og Þorkell með 8 mörk hvor.

Haukar-KA 4-liða úrslit

Seinni hálfleikurinn var vægast sagt ömurlegur hjá öllum nema KA-mönnum. Menn komu engan veginn tilbúnir úr leikhléi og misstu allan damp. Staðan í lok venjulegs leiktíma var 27-27 og því framlengt og höfðu KA-menn yfirhöndina og töpuðum við 32-34.
En það kemur leikur eftir þennan leik og strákarnir mæta galvaskir norður yfir heiðar og taka leikinn þar.
Áfram Haukar.

Leikurinn í tölum:
00:44 || 0 – 1 KA: Halldór J. Sigfússon
01:23 || 0 – 2 KA: Andrius Stelmokas
01:55 || Gult spjald KA: Andrius Stelmokas
02:34 || 0 – 3 KA: Hreinn Hauksson
02:52 || 1 – 3 Haukar: Aron Kristjánsson
03:28 || 2 – 3 Haukar: Jón Karl Björnsson
05:30 || 2 – 4 KA: Halldór J. Sigfússon
06:23 || 3 – 4 Haukar: Þorvarður Tjörvi Ólafsson
08:09 || 4 – 4 Haukar: Jón Karl Björnsson
08:58 || 5 – 4 Haukar: Þorvarður Tjörvi Ólafsson
09:43 || 6 – 4 Haukar: Jón Karl Björnsson
10:41 || 6 – 5 KA: Andrius Stelmokas
12:31 || Gult spjald Haukar: Aron Kristjánsson
12:33 || 7 – 5 Haukar: Jón Karl Björnsson
13:49 || Gult spjald Haukar: Sigurður Þórðarson
14:49 || 8 – 5 Haukar: Jón Karl Björnsson
16:09 || Gult spjald KA: Einar Logi Friðjónsson
16:11 || 9 – 5 Haukar: Jón Karl Björnsson
16:56 || 9 – 6 KA: Heimir Örn Árnason
19:07 || 10 – 6 Haukar: Aron Kristjánsson
19:13 || Gult spjald KA: Heiðmar Felixson
22:30 || 11 – 6 Haukar: Einar Örn Jónsson
|| Leikhlé KA ||
24:17 || 11 – 7 KA: Jónatan Þór Magnússon
24:55 || 12 – 7 Haukar: Halldór Ingólfsson
25:53 || 13 – 7 Haukar: Jón Karl Björnsson
26:38 || 14 – 7 Haukar: Einar Örn Jónsson
27:41 || 14 – 8 KA: Egidious Petkevious
28:08 || 15 – 8 Haukar: Aron Kristjánsson
|| Leikhlé Haukar ||
29:54 || 16 – 8 Haukar: Aron Kristjánsson
|| Hálfleikur ||
30:33 || 16 – 9 KA: Heiðmar Felixson
31:05 || 2mín KA: Andrius Stelmokas
31:27 || 16 – 10 KA: Sævar Árnason
32:02 || 17 – 10 Haukar: Jón Karl Björnsson
33:16 || 17 – 11 KA: Heiðmar Felixson
34:12 || 17 – 12 KA: Jónatan Þór Magnússon
34:47 || 18 – 12 Haukar: Halldór Ingólfsson
35:21 || 18 – 13 KA: Heiðmar Felixson
36:12 || 18 – 14 KA: Jóhann G. Jóhannsson
37:15 || 19 – 14 Haukar: Einar Örn Jónsson
38:01 || 19 – 15 KA: Sævar Árnason
40:03 || 2mín Haukar: Vignir Svavarsson
40:35 || 19 – 16 KA: Andrius Stelmokas
41:28 || 20 – 16 Haukar: Jón Karl Björnsson
42:00 || 20 – 17 KA: Jóhann G. Jóhannsson
42:45 || 21 – 17 Haukar: Jón Karl Björnsson
43:21 || 21 – 18 KA: Andrius Stelmokas
43:55 || 22 – 18 Haukar: Halldór Ingólfsson
44:37 || 2mín KA: Andrius Stelmokas
44:48 || 23 – 18 Haukar: Aliaksandr Shamkuts
45:32 || 23 – 19 KA: Jónatan Þór Magnússon
46:10 || 2mín Haukar: Halldór Ingólfsson
46:59 || 23 – 20 KA: Heiðmar Felixson
47:37 || 24 – 20 Haukar: Ásgeir Örn Hallgrímsson
47:42 || Gult spjald Haukar: Viggó Sigurðsson
48:41 || 24 – 21 KA: Heimir Örn Árnason
49:27 || 25 – 21 Haukar: Aron Kristjánsson
50:00 || 25 – 22 KA: Heiðmar Felixson
50:40 || 26 – 22 Haukar: Jón Karl Björnsson
51:20 || 26 – 23 KA: Heimir Örn Árnason
52:16 || 26 – 24 KA: Jóhann G. Jóhannsson
56:54 || 26 – 25 KA: Andrius Stelmokas
57:12 || 2mín KA: Jónatan Þór Magnússon
57:31 || 26 – 26 KA: Andrius Stelmokas
|| Leikhlé Haukar ||
58:18 || 27 – 26 Haukar: Jón Karl Björnsson
58:58 || 27 – 27 KA: Heiðmar Felixson
|| Hálfleikur ||
60:55 || 27 – 28 KA: Sævar Árnason
63:29 || 27 – 29 KA: Heimir Örn Árnason
63:51 || 28 – 29 Haukar: Einar Örn Jónsson
64:54 || 28 – 30 KA: Heiðmar Felixson
|| Hálfleikur ||
66:33 || 28 – 31 KA: Heiðmar Felixson
66:51 || 29 – 31 Haukar: Einar Örn Jónsson
67:22 || 29 – 32 KA: Heiðmar Felixson
67:57 || 29 – 33 KA: Sævar Árnason
68:07 || 30 – 33 Haukar: Jón Karl Björnsson
68:38 || 30 – 34 KA: Andrius Stelmokas
68:47 || 2mín KA: Jónatan Þór Magnússon
68:52 || 31 – 34 Haukar: Halldór Ingólfsson
69:36 || 32 – 34 Haukar: Einar Örn Jónsson