Haukar – HK á miðvikudaginn

Haukar9.umferðin í 1.deild karla hefst á morgun með tveimur leikjum. Annar þeirra leikja fer fram á Ásvöllum þegar Haukar og HK mætast og hefst sá leikur klukkan 20:00.

Haukar unnu góðan sigur í síðustu umferð gegn Leikni R. á útivelli 2-1 og nú er komið að því að innbyrða fyrsta heimasigurinn í 1.deildinni í sumar. Tveir tapleikir og eitt jafntefli hefur verið staðreynd í fyrstu þremur heimaleikjunum en nú er kominn tími til að fagna fyrsta heimasigrinum og koma sér á gott flug í deildinni.

 Haukar sitja í 3.sæti deildarinnar með 13 stig en HK eru hinsvegar í 12. og neðsta sæti deildarinnar með einungis 2 stig. Þeir hafa skipt um þjálfara og náðu þeir góðu stigi í síðustu umferð gegn ÍR en sá leikur endaði 1-1 á Kópavogsvelli.

Fyrir þá sem ekki sjá sér fært um að mæta á leikinn á morgun, verður hann að sjálfsögðu sýndur í beinni á HaukarTV og hefst útsendingin um tíu mínútum fyrir leik eða, 19:50, jafnvel fyrr ef allir eru í góðu skapi.

En að sjálfsögðu hvetjum við alla að fjölmenna á Ásvelli á morgun og hvetja Haukana til sigurs – Áfram Haukar!