Haukar-GróttaKR ESSÓdeild kvenna

Stelpurnar unnu góðan baráttusigur á GróttuKR á Ásvöllum í dag 26-23. Leikurinn var jafn í upphafi, 1-1, 2-2, 3-3 en þá kom slakur kafli hjá Haukum og komust gestirnir í 4-7. Haukar náðu síðan að jafna 8-8 og var jafnt á næstu mínútum 9-9 og 10-10. Þá gáfu stelpurnar okkar aðeins í og náðu þriggja marka forskoti í hálfleik 13-10.
Þær höfðu yfirhöndina í byrjun seinni hálfleiks 14-10, 15-11, 16-13 en náðu ekki að hrista gestina af sér sem náðu að jafna 17-17. Það var jafnt næstu mínútur, 18-18, 19-19 og þá komustu gestirnir í 19-21 og útlitið ekki nógu gott hjá okkar stelpum. En þær tóku á sig rögg og hlutirnir fóru aftur að ganga og náðu þær að jafna 21-21 og sigu síðan framúr með stórgóðum endaspretti og unnu eins og fyrr segir 26-23.

Þetta var síðasti leikur stelpnanna fyrir jólafrí (þ.e. leikjafrí) og eru þær nú í öðru sæti í ESSÓ deildinni eftir frábæra sigra undanfarið.