Haukar-Fram ESSÓ deild karla

Sigurgangan hélt áfram á Ásvöllum í kvöld þegar strákarnir okkar tóku á á móti Fram. Leiknum lauk með stórsigri okkar manna 34-26. Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun, gestirnir skoruðu fyrsta markið en strákarnir okkar jöfnuðu strax 1-1 og komust í 4-2. Gestirnir jöfnuðu þá 4-4 og aftur 5-5 en eftir það höfðu okkar strákar alltaf frumkvæðið og náðu ágætist forskoti 12-8 en héldu því ekki og Fram minnkaði í eitt mark 13-12 og staðan í hálfleik var 15-13. Strax í seinni hálfleik sýndu okkar menn hverjir áttu leikinn og juku forskotið, 21-16, 23-18, 28-21, 30-23 og 34-26. Aldrei var spurning hvor megin sigurinn lenti. Þó svo okkar menn væru að klikka á dauðafærum og gestirnir reyndu að saxa á, þá gekk það ekki upp, okkar strákar gáfu bara í og juku forskotið.
Markahæstir voru Aron og Þorkell með 7 hvor og Ásgeir Örn, nýi landsliðsmaðurinn okkar var með 6 mörk.
Þessi sigur gaf okkur ekki bara tvö stig, heldur líka toppsætið í deildinni og þar er ætlunin að vera áfram.