Haukar fara í Breiðholtið á fimmtudaginn

HaukarHaukar spila sinn annan útileik í röð þegar liðið mætir Leikni í 8. umferð 1. deildar karla en leikurinn fer fram á Leiknisvellinum í Breiðholti á fimmtudaginn og hefst kl. 19:15. Haukar gerðu jafntefli gegn Víking R. í síðustu umferð 2-2 eftir að hafa lent 0-2 undir. Mikil og góð barátta liðsins skilaði tvö mörkum frá Brynjari Benediktssyni undir lok leiksins og jafntefli staðreynd í Víkinni.

Það má búast við öðrum eins hörkuleik á fimmtudaginn, þegar Haukar heimsækja Leikni. Haukar eru í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig. Leiknir er hins vegar í fimmta sæti með 12 stig. Þeir töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu í síðustu umferð gegn Grindavík, 3-2 eftir að hafa lent 3-0 undir. 

Í fyrra þegar liðin mættust í 1.deildinni, gerðu þau jafntefli á Leiknisvelli, 2-2 en Haukar unnu hinsvegar á Ásvöllum 2-1. Í jafnteflisleiknum í Breiðholtinu, komust Haukar í 2-0 í fyrri hálfleik en Leiknismenn jöfnuðu hinsvegar leikinn skömmu fyrir leikslok. 

Ljóst er að fimm til sex lið munu berjast um sætin tvö í Pepsi-deildinni og okkar menn eru að mæta mörgum af þessum liðum þessa dagana. Stuðningur Hauka-fólks er því gríðarlega mikilvægur.

Hauka-fólk er hvatt til að fjölmenna í Breiðholtið á fimmtudaginn kl. 19:15 og hvetja strákana til sigurs.