Haukar fá heimsókn að norðan

HaukakkkOlís deildin í karlaflokki heldur áfram á morgun, laugardag, þegar að Haukamenn fá Akureyri í heimsókn og hefst leikurinn kl. 16:00 í Schenkerhöllinni en þessi leikur er síðasti leikurinn í 15. umferð deildarinnar.

Liðin hafa einu sinni áður leiki gegn hvoru öðru á tímabilinu en þá mættust liðin fyrir norðan í leik sem að Haukamenn höfðu betur 29 – 26 eftir að hafa 14 – 10 yfir hálfleik. Þegar að þessi leikur var leikinn var um botnslag að ræða en bæði liðin voru á botin deildarinna á þeim tímapunkti, síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en í þeim 8 leikjum sem Haukamenn hafa leikið síðan þá hafa þeir aðeins tapað einum leik. Það á einnig við um Akureyri sem hefur þrátt fyrir mikil meiðsli leikmanna ekki tapað leik í deildinni í síðustu 6 leikjum og er því staða liðanna því þannig fyrir leikinn að Haukamenn eru í 2. sæti með 18 stig úr 14 leikjum á meðan er Akureyri í 8. sæti með 11 stig úr leikjunum 14.

Það má því búast við hörkuleik þar sem hart verður barist um stigin 2 á morgun, laugardag, þegar að tvö heitustu lið deildarinnar mætast í Schenkerhöllinni kl. 16:00. Þá er því um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna og styðja strákanna til sigurs í baráttunni á toppi deildarinnar. Áfram Haukar!