Haukar eiga tvo landsliðsmenn í U17 ára liðinu í knattspyrnu

Haukar

Tveir landsliðmenn frá Haukum í U17 landsliðinu í knattspyrnu.
 
Um helgina hófst undankeppni Evrópumóts U17 landsliða karla. Ísland leikur í riðli með Aserbeidjan, Rússlandi og Slóvakíu. Leikið verður í Volgograd í Rússlandi og lögðu tveir Haukamenn þetta mikla ferðalag á sig í vikunni. Þeir Grétar Snær Gunnarsson og Sverrir Bartolozzi voru báðir valdir í þennan hóp. Knattspyrnudeild Hauka er stolt að eiga tvo landsliðmenn í þessum aldursflokki og við óskum þeim velfarnaðar í keppninni. Áfram Ísland!