Haukar-Créteil 37-30

Enn einn stórleikurinn var á Ásvöllum í dag þegar Haukar mættu franska liðinu Creteil í Meistaradeildinni.

Strákarnir okkar unnu stórglæsilegan sigur 37-30 og sýndu frábær tilþrif nánast allan leikinn. Leikurinn var lykilleikur fyrir bæði lið og mættu frakkarnir með sitt sterkasta lið en það dugði ekki til á móti öflugu liði Hauka. Strákarnir okkar mættu vel stemmdir í leikinn, allir staðráðnir að gera sitt besta og ekkert annað en sigur kom til greina. Þeir spiluðu vel saman, sem ein liðsheild og uppskáru eftir því.

Það tók strákana nokkurn tíma að koma sér í gang og þeir byrjuðu leikinn full rólega. Um miðjan fyrri hálfleik fór allt að smella. Þeir keyrðu upp hraðann og breyttu stöðunni úr 6-6 í 9-6 og héldu forystunni eftir það. Staðan í hálfleik var 17-12 og strákarnir í góðum málum. Í síðari hálfleik héldu þeir haus og náðu mest átta marka forstkoti.

Leikurinn var frábær og frammistaða strákanna okkar var mögnuð. Í sókninni spiluðu þeir frönsku vörnina sundur og saman á köflum. Vörnin var fantagóð og áttu frakkarnir í mesta basli að finna smugur

Samantekt:
Frábær leikur, stórglæsilegur sigur, mögnuðu frammistaða.