Haukar – Barcelona meira

Haukamaðurinn „Haukari“ eins og hann er kallaður á spjallþráðum sport.is lýsir stemmingunni hér heima einstaklega vel, látum hans orð fljóta hér með.

Ég horfði því miður á leikinn í gegnum sjónvarpið að þessu sinni á hinni frábæru sjónvarpsstöð Sýn sem hefur tekið að sér að hefja handboltan til vegs og virðingar á ný. Við hittumst nokkrir handboltanördarnir heima hjá félaga mínum og allir frekar svarsýnir (kjósum að kalla það raunsæir)á úrslit dagsins.

Ég komst því miður ekki með til Barcelona enda á kafi í próflestri en gaf mér þó tíma í einni pásunni til að hripa eitthvað um herlegheitin.

Óhætt er að segja að Haukar komu.. sáu… og sigruðu í þessum frábæra handboltaleik, þeir héldu uppteknum hætti frá Magdenburg leiknum og bættu meira í ef eitthvað er.

Ég fullyrði að ég hef aldrei nokkurtíman séð Haukana spila eins frábærlega eins og í þessum leik. Barrátan var svo geignvænleg að Börsunar vissu ekki hvað sneri upp né niður og reyndu þeir hvað eftir annað að finna nýjar leiðir framhjá firnasterkri vörn Hauka en allt kom fyrir ekki, skipanir Viggós voru greinilegar…. það átti að berjast til síðasta blóðdropa og sýna enga virðingu eins og gestgjafarnir eru vanir að önnur lið gera.

Nei ekki aldeilis Haukarnir spiluðu agressíva vörn sem fór í fínustu taugarnar á Börsungum og brutu löglega hvað efir annað og héldu í Barcelon og einhver skrýtin von fór að hamast í brjósti mér sem ég bældi alltaf niður annað slagið þar sem ég trúði þessu hreinlega ekki… þetta átti ekki að vera hægt….

En leikmenn Hauka voru aldeilis á öðru máli, leikgleðin, skynsemin og yfirvegaður leikur Hauka skiluðu þeim ævintýralegu jafntefli í besta leik sem ég hef séð síðan við náðum jafnfefli Lissabon hér um árið.

Lokahnykkur leiksins var magnaður með brostnar vonir og sáttur við naumt tap í leiknum gerðist eitthvað ótrúlegt á skjánum þegar Barcelona hóf sína síðustu sókn marki yfir…

Börsunar tóku ótímabært skot…

Birkir varði….

Pazolis fleygði boltanum fram…..

við stóðum allir upp í sófanum með gæsahúð niður í tær….

Af einhverjum ástæðum var Andri staddur þarna fremst og greip boltann….

grafaþögn var í stofunni meðan þetta gerðist og við héldum allir í okkur andanum….

Andri hleypur fram og er hrint…

öruggt víti en….

HANN SKÝTUR AFTUR FYRIR SIG OG SKORAR….

VIÐ ÆRUMST AF KÆTI OG ÖSKRUM ÚR OKKUR LIFRINA…

HOPPANDI UM ÖSKRANDI SVO HÁTT AÐ ALLT HVERFIÐ Í KRING HEYRIR GEÐSHRÆRINGUNA.

Jafntefli staðreynd og Haukarnir ærast af fögnðu…

ævintýrin gerast og þetta var eitt af þeim, en greinilegar framfarir í leik Haukar og Viggó sýnir en einu sinni hversu magnaður þjálfari hann er með gjörbreytum áherslun og leikgleði hjá Haukum.

En svo ég tali nú aðeins um leikinn sjálfan. Þá var Birkir og Sasha að öðrum ólöstuðum bestu menn vallarins.

Birkir sem loksins fékk almennilega vörn fyrir framan sig tók 18 stykki frá bestu sóknarmönnum í heim.

Sasha hinsvegar átti comeback ársins með 6 mörk 2-4 fiskuð víti frábæran varnaleik og sendi Viggó skýrr skilaboð „I wanna play“.

Pazolis var fínn og Ásgeir frábær á lokakaflanum, Vignir kom sterkur inn og Andri lifir á þessum leik alla ævi…

Fín dómgæsla

Frábær leikur
Góð stemning

Rauðu djöflarnir sýndu allt sitt besta
Áfram Haukar….