Haukar úr leik í Valitor-bikarnum

HaukarHaukar luku leik í Valitor-bikar karla í ár með því að tapa á heimavelli gegn Pepsi-deildarliði Keflavíkur 1-3 í hörku knattspyrnuleik.

Nokkrir Haukarar voru í liði Keflavíkur í dag, Hilmar Geir Eiðsson var í byrjunarliðinu og svo voru þrír fyrrum Haukarar á bekknum hjá Keflavík. Þeir Ásgrímur Rúnarsson og Viktor Smári Hafsteinsson sem fluttu báðir til Suðurnesja á unglingsárum sínum og skiptu yfir í Keflavík frá Haukum. Síðan en als ekki síst er Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur, Haukum vel kunnugur enda kom hann Haukum upp úr 3.deildinni alla leið í 1.deildinni á sínum tíma.

 

Keflvíkingar skoruðu strax á þriðju mínútu og bættu síðan við öðru marki á 20. mínútu. Útlitið var svart fyrir Haukara en það varð skyndilega aftur bjart þegar besti leikmaður Hauka í dag, Hilmar Trausti Arnarsson skoraði með skalla eftir aukaspyrnu frá Ásgeiri Þór Ingólfssyni. 

 

Staðan í hálfleik 2-1. Haukar reyndu hvað þeir gátu til að jafna muninn en Keflvíkingar bættu hinsvegar við marki sem slökkti alfarið í von Hauka um að jafna leikinn og 3-1 tap því staðreynd.

Næsti leikur Hauka er gegn Leikni í Breiðholtinu í lok þessarar viku. Hann er settur á, á fimmtudaginn næstkomandi en það er als ekki óvíst að leikurinn verði færður yfir á föstudaginn.

Þangað til næst – Áfram Haukar.