Haukar í höllinni – Tjörvi í léttu spjalli

Tjörvi Þorgeirsson er leikstjórnandi HaukaÍ tilefni af því að úrslitin í Coca Cola bikarnum fara fram um helgina þá hefur heimasíðan sett sig við samband við leikmenn og þjálfara og tekið þá í stutt spjall. Næsti viðmælandi er Tjörvi Þorgeirsson leikstjórnandi Haukaliðsins.

Nú er langt gengið á tímabilið hjá ykkur og staðan er 1. sæti í deildinni, Deildarbikarmeistrar og Final 4 í bikarnum. Ertu sáttur með frammistöðu liðsins og er hún í takti við þær væntingar sem þið höfðuð fyrir tímabilið?
Jú ég er auðvitað sáttur að við erum efstir í deildinni, frammistaðan er búin að vera þokkalega stabíl hjá okkur í vetur og erum ágætlega  sáttir með hana hingað til, en ætlum auðvitað að toppa í lok apríl byrjun maí.

Nú töpuðuð þið síðasta leik í deildinni og þetta var fyrsta tap ykkar í langan tíma ertu ekki hræddum um að tapi slá ykkur út af laginu?
Nei alls ekki. Áttum slæman dag á móti sterku liði Fram, en við erum betri en það að láta einn leik slá okkur útaf laginu.

Núna eru úrslitin í bikarnum framundan hvernig leggst það í þig og restina af Haukaliðinu?
Hrikalega vel. Menn eru mjög einbeittir og verða tilbúnir á föstudagskvöldið.

Leikurinn sem er framundan í undanúrslitum er Hafnarfjarðarslagur gegn FH og er það 4. viðureign liðanna á tímabilinu. Hvernig er þín upplifun á þessum Hafnarfjarðarslögum?
Þetta eru auðvitað lang skemmtilegustu leikirnir, yfirleitt fullt hús og mikil læti og bara frábært að fá að taka þátt í þessum leikjum.

Hvernig leikur verður þetta? Má búast við að þessi leikur verði eins og deildarleikir liðanna eða er það öðruvísi þegar bikarúrslit eru í húfi?
Ég á ekki von á öðru en mjög spennandi leik og það skiptir engu máli hvort það er deild eða bikar þegar Haukar og FH mætast, bæði lið munu gefa líf og sál í þetta.

Nú eruð þið í efsta sæti í deildinni og búnir að vinna alla leiki gegn FH í vetur. Setur það ekki meiri pressu á ykkur?
Nei það finnst mér ekki. Það hefur sýnt sig síðustu ár að staðan í deild eða fyrri leikir skiptir engu máli í viðureignum þessa liða.

Nú hafa Haukar unnið bikarinn 6 sinnum og þar á meðal þú. Er sú reynsla ekki mikilvæg þegar að út í svona leik er komið?
Jú jú það gæti kannski hjálpað manni að hitta á rétta spennustigið og maður veit hvað maður er að fara útí.

Eitthvað að lokum sem þú vilt koma á framfæri?
Ég hvet bara alla Hafnfirðinga að henda sér í Höllina á föstudaginn, fá sér 1-2 ískalda, láta vel í sér heyra og sjá alvöru handboltaleik.
 

Karlaliðið mætir FH á föstudaginn kl. 20:00 í undanúrslitum og stelpurnar mæta Val í dag, fimmtudag, einnig kl. 20:00 en báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöll. Upphitun hefst á Ásvöllum báða daga kl. 18:00 og rútur fara síðan í Höllinn kl. 19:00 og taka einnig fólk til baka. 
Mætum öll í rauðu og styðjum Hauka til sigurs í bikarnum. Áfram Haukar!