Haukar í 2. sæti.

Skákdeild Hauka varð um síðustu helgi í 2. sæti í Bikarkeppninni í atskák.
Haukar slógu út á leið sinni meðal annars Skákdeild Fjölnis og íslandsmeistara Taflfélags Reykjavíkur.
Haukar tefldu síðan á móti Taflfélaginu Helli, sem að er sterkasta lið landsins um þessar mundir.
Það var hnífjafnt og fóru leikar svo að lokum að Hellir vann 7-5.
Teflt er í 6 manna liðum og var lið Hellis hundruðum stiga hærri en lið Hauka á hverju borði.
Í liði Hellis voru 1 Alþjóðlegur meistari, 3 Fidemeistarar og einn stórmeistari kvenna. Í liði Hauka var einn Fide meistari.
Frábær árangur hjá skákmönnunum í Skákdeild Hauka.