Haukar áfram í 16 liða úrslit Visa-bikarsins, efti

VISA Bikarkeppni karla 32-liða úrslit. Ásvellir 20. júní 2005.

Lið Hauka

Jörundur –

Hermann, Svavar S, Daníel, Davið Ellerts (Þorvaldur 70) –

Rodney Perry, Kristján Ómar, Hilmar Trausti,Geoff Miles –

Hilmar Rafn, Ómar Karl (Arnar Steinn 70) (Birgir 110).

Krókódíllinn var aftur kominn milli stanga Hauka marksins og á sitthvorn vænginn fengu þeir Rodney og Geoff Miles að spreyta sig. Ómar Karl hóf svo leikinn í sinni uppáhalds stöðu, í fremstu línu í fyrsta skiptið þetta sumarið.

Á 13. mínútu leiks vann Kristján Ómar boltann á miðjunni og stakk honum laglega inn fyrir Þróttara vörnina. Ómar Karl elti boltann uppi og vippaðu honum því næst laglega yfir Fjalar Þorgeirsson markvörð Þróttara og í markið. 1-0 fyrir Hauka. Ekki löngu seinna eða á 18. mínútu náðu gestirnar að jafna leikinn. Þar var það varnarmaðurinn Eysteinn Pétur á ferð er hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá fyrirliðanum Páli Einarssyni, í kjölfar frekar slapprar varnarvinnu Haukamanna.

Eftir þetta skiptust liðin á að sækja og áttu Þróttarar nokkrar ágætar tilraunir en enginn þeirra reyndi verulega á Jöra í markinu, voru heimamenn sterkari aðilinn það sem eftir lifði hálfleiks. Á 50. mínútu átti Hilmar Trausti þrumuskot með vinstir fæti sínum beint úr aukaspyrnu sem endaði í þverslánni. Það sem lifði af venjulegum leiktíma skiptust liðin á að sækja án þess að skapa sér töluverð marktækifæri. Lokatölur því 1-1.

í fyrri hálfleik framlengingarinnar átti Danni hættulegt færi er hann skallaði að marki Þróttar eftir snyrtilega sendingu af vinstri kantinum. En Fjalar í markinu sýndi góð viðbrögð og rétt náði að slæma hendi í boltann og koma með því knettinum rétt framhjá marki sínu.

Það var svo á 10. mínútur framlengingarinnar sem hinn ungi Hilmar Rafn komst inn í sendingu Þróttara og brunaði fram völlinn. Er hann var kominn inn í teig gestanna var honum brugðið og dómari leiksins hafði enga valkosti aðra en að dæma vítaspyrnu. Kristján Ómar steig upp og framkvæmdi þriðju vítaspyrnu Hauka þetta sumarið en lét Fjalar í markinu verja frá sér. Í baráttunni um frákastið renndi Kristján sér á eftir boltanum en leit út fyrir að brjóta á Fjalari. Dómarinn tók á það ráð að sýna Kristjáni gula spjaldið fyrir vikið. Var þetta hans annað gula spjald í leiknum og því rautt. En fyrra spjaldið fékk hann fyrir smávægilegt brot sem enginn tók eftir í fyrri hálfleiknum. Þurftu því heimamenn að leika leikmanni færri það sem eftir lifði leiks.

Það var svo á 28. mínútu framlengingarinnar sem Sævar náði að koma boltanum loks í markið en var hann réttilega dæmdur rangstæður. Endaði því leikurinn í vítaspyrnukeppni.

Jöri byrjaði á því að verja fyrstu spyrnuna frá Eysteini. Eftir þetta sýndu Haukastrákarnir mikið öryggi og skoruðu þeir allir úr sínum spyrnum þeir Hilmar Trausti, Biggi Leðurdvergur, Geoff Miles, Danni og svo Þorvaldur í seinustu spyrnunni í sínum fyrsta leik fyrir Hauka. Glæsilegt.

Maður leiksins var Krókódíllinn Jörundur, en einnig áttu þeir Kristján Ómar og Geoff Miles nær lítalausan leik. Fleiri væri hægt að nefna hér til eins og Hilmar,Hilmar og miðverði okkar báða en eftir stendur að Jöri varði þessa spyrnu sem réði örlögum Köttara í bikarkeppninni þetta árið.