Haukar – ÍR

Haukar og ÍR mættust á Ásvöllum í kvöld. Við leiddum allan fyrri hálfleik og var munurinn mestur 14-7. Undir lok fyrri hálfleiks lentum við í nokkrum brottvísunum og náðu gestirnir að saxa á forskotið. Í seinni hálfleik náðu þeir svo að jafna og komust einu marki yfir, skiptust liðin svo á að leiða leikinn. Leikurinn endaði svo í jafntefli 34-34.

Haukar – ÍR

Það lið sem skilgreint var BEST sýndi það að slík lið geta spilað fjandi illa. Leikurinn byrjaði með miklum látum og virtist sem fyrstu mínúturnar að liðin væru frekar að keppast um fjölda marbletta frekar en marka. Okkar menn gáfu eftir í baráttunni og virtust gestirnir bókstaflega slá vopnin úr okkar höndum. Þrátt fyrir það náðum við að hanga í þeim allan leikinn og komast yfir, 22-21, með miklu harðfylgi þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Gestirnir bruna í sókn og um ein og hálf mínúta eftir af leiknum. Þegar hún er liðin eiga þeir aðeins eitt fríkast eftir sem besti maður gestanna tekur og skorar úr framhjá veggnum og í bláhornið, óverjandi fyrir Birki sem var okkar besti maður með 18 bolta og virðist vera kominn í gírinn.
Dómararnir, eitt okkar besta par, jaa leyfðu full mikla hörku. Komu kannski bara soldið vindbarðir, maður veit ekki.
Uppi stendur að hvort lið fær eitt stig, sem í sjálfu sér er ekkert ósanngjarnt.

Haukar – ÍR

Þá er það leikur númer 3. Það verða allir að mæta á morgun og styðja við bakið á strákunum okkar sem lentu illa í því á fimmtudag. Nú er lag og við sýnum okkar bestu hliðar á morgun.

Allir að mæta snemma eins og alltaf og verða vitni að sýningunni.