Haukar – ÍR á morgun

Á morgun, sunnudaginn 21.júní mætast Haukar og ÍR í 1.deild karla á Ásvöllum og hefst leikurinn klukkan 16:00. En á sunnudaginn verður 7.umferðin í 1.deildinni öll leikin.

Það má búast við hörkuleik á sunnudaginn á Ásvöllum, en ÍR-ingar sem eru nýliðar í 1.deildinni hafa verið á fínu róli í unfanförnum leikjum og sigrað þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni. En þeir sitja í 6.sæti deildarinnar með 9 stig, með þrjá sigur leiki og þrjú töp, hafa fengið á sig 15 mörk og skorað 12.

Haukar eru hinsvegar í 2.sæti deildarinnar með 13 stig, en þeir töpuðu síðasta leik í deildinni fyrir KA fyrir norðan 0-1. Haukar hafa sigrað fjóra leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum, fengið á sig 6 mörk og skorað 13, en það ætti að teljast nokkuð gott, Haukar hafa fengið á sig næst fæst mörkin í deildinni og skorað flest mörk í deildinni ásamt HK og Selfoss.

Þetta er þriðji heimaleikur Hauka á tímabilinu, og hafa þeir báðir sigrast, gegn Fjarðabyggð og ÍA. Á síðasta heimaleik í deildinni var mjöð góð mæting og hvetjum við alla sem mættu á þann leik að láta sjá sig á sunnudaginn og að sjálfsögðu hvetjum við aðra til að mæta einnig. Það er nokkuð um meiðsli í hópnum og er því mikilvægt að stuðningsmenn Hauka láti vel í sér heyra og hvetji strákana áfram. 

Á sunnudaginn er spáð fínu veðri, ágætis hiti og sólin ætti að láta sjá sig. Það er því tilvalið að skella sér á Ásvelli á sunnudaginn klukkan 16:00.

Mynd: Þórhallur Dan verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu á sunnudaginn að vanda.