Haukar – ÍBV 1. leikur

Strákarnir náðu góðum sigri 31-30 gegn sterku liði ÍBV í hörkuleik að Ásvöllum í dag.

Leikurinn var frábær skemmtun og jafn og spennandi frá fyrstu mínútu og ljóst að hörkurimma er framundan.

Okkar menn voru langi í gang, vörnin var lek og sóknin ekki að ganga. Gestirnir náði forskotinu snemma leiks og leiddu leikinn þar til í stöðunni 7-10, en þá náðu Haukarnir góðum leikkafla, þeir þéttu vörnina og jöfnuðu 10-10. Staðan í hálfleik var 15-14.

Strákarnir okkar komu vel stemmdir til síðari hálfleiks og léttu aldrei takinu en náðu þó aldrei að hrista eyjamenn almennilega af sér þrátt fyrir gríðarmörg tækifæri til þess. Það þýðir lítið að ætla að halda á móti sterkum andstæðingum og ÍBV jafnaði 21-21 og jafnt var á næstu tölum en gestirnir náðu aldrei að komast yfir. Haukar náðu 2ja marka forskoti 27-25, jafnt 28-28 og aftur 2ja marka forskot 30-28 og héldu strákarnir okkar forystu til loka og unnu glæsilegan sigur 31-30.

Handboltaveislan heldur áfram á þriðjudag og nú er bara að fara til eyja og fara að fordæmi stúlknanna og vinna okkar fyrsta sigur í eyjum.

ÁFRAM HAUKAR