Haukamenn á Politiken Cup

Sverrir Þorgeirsson er með 1,5 vinning eftir 4. umferðir. Hann sigraði Danskan skákmann með 1954 Fide stig og gerði jafntefli við annan með Fide stig, þannig að hann á alla möguleika á að komast inn á alþjóðlega stigalistann. Greinilegt að Sverrir er í stöðugri framför og á framtíðina fyrir sér. Þorgeir faðir Sverris situr einnig að tafli og hefur 1 vinning. Hafsteinn Ágústsson sem búsettur er í Svíþjóð er einnig á meðal keppanda, hann hefur 2 vinninga. Hann tefldi við Sigurbjörn Björnsson í fyrstu umferð og átti góða möguleika á að leggja hann að velli, en varð að lúta í lægra haldi eftir mikla baráttu. Sigurbjörn hefur byrjað vel og er með 3 vinninga af 4.