Haukaleikmenn stóðu sig vel á NM í körfu – Sylvía valin í úrvalsliðið og Yngvi norðurlandameistari.

Nornm 2016ðurlandamót yngri landsliða í körfu fór fram í vikunni í Finnlandi. Haukar áttu þarna fimm fulltrúa og stóðu þau sig öll einstaklega vel og spiluðu öll mikilvæg hlutverk í sínum liðum.

Sylvía Rún Hálfdanardóttir var valinn í úrvalslið U18 og Yngvi Óskarsson varð norðurlandameistari með U18. Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur.

Auk þessu voru Hilmar Smári Henningsson og Hilmar Pétursson að spila með U16, Yrsa Rós Þórisdóttir með U16 og Dýrfinna Arnardóttir í U18.

Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn.

Enn eiga U18 ára liðin eftir að fara að keppa í evrópukeppninni og þá bætast við Kári Jónsson og Hjálmar Stefánsson í U20 ára liðið og það er því nóg um að vera hjá þessum flottu krökkum.