Haukaleikmenn hafa staðið sig vel með yngri landsliðum KKÍ – Kári og Sylvía valin í úrvalslið

kári í úrvalslið12 leikmenn úr kkd Hauka hafa verið á fullu í sumar með yngri landsliðum körfuknattleikssamband Íslands.

Byrjað var á því að spila á norðurlandamótinu en þar eignuðumst við norðurlandameistara í U18, Yngvi Freyr Óskarsson.

Nú síðustu vikurnar hafa landsliðin verið á fullu í evrópukeppninni og hafa Haukakrakkarnir farið þar á kostum. U20 náði eftirtektarverðum árangri og unnu til að mynda stórlið eins og Grikkland og Rússland. Í þessum árgangi áttum við tvo leikmenn, Kára Jónsson og Hjálmar Stefánsson og voru þeir báðir í byrjunarliðinu og spiluðu gríðarlega stórt hlutverk og stóðu báðir sig einstaklega vel. Var Kári svo valinn í 5 manna lið mótsins í mótslok, en Kári hafði farið á kostum í mótinu og skoraði til að mynda 29 stig í undirúrslitum á móti Grikklandi. Kári var stigahæsti leikmaður Íslenska liðsins á mótinu en þess má geta að Kári var á yngra árinu. Liðið endaði í öðru sæti eftir að hafa tapað í framlengdum leik á móti Svartfellingum og tryggðu sér í leiðinni rétt á því að spila í A riðli á næsta ári.

sylvia úrvalsliðU18 kvenna var að ljúka keppni um helgina en þær náðu einnig frábærum árangri og enduðu í fjórða sæti. þar áttum við tvo leikmenn, Sylvíu Rún Hálfdanardóttur og Dýrfinnu Arnardóttur og spiluðu báðar stórt hlutverk. Sylvía fór á kostum í mótinu og náði þeim merka áfanga í 8 liða úrslitum að ná tvöfaldri tröllatvennu, 27 stig og 21 frákast, sem er einstakt afrek. Sylvía var svo valin í 5 manna úrvalslið í mótslok.

U18 drengja er nún að spila í Makedóníu og eru búnir að spila tvo leiki, vinna einn og tapa einum. Yngvi Freyr spilar þar mikilvægt hlutverk og hefur verið að standa sig vel í liðinu.

U16 ára drengja fara til Búlgaríu þann 10 ágúst að spila í evrópukeppninni en þar eigum við tvo leikmenn, Hilmar Smára Henningsson og Hilmar Pétursson.

U16 ára stúlkna fara til Rúmeníu í kvöld en þar hefur Yrsa Rós verið að spila stórt hlutverk.

Eftirtaldir krakkar hafa verið að spila:

U15 – Valdimar Hjalti Erlendsson, Edvinas Gecas, Sigrún Björg Ólafsdóttir og Stefanía Ósk Ólafsdóttir spiluðu öll á Norðurlandamótinu

U16 – Hilmar Pétursson, Hilamr Smári Henningsson og Yrsa Rós Þórisdóttir hafa spilað bæði á Norðurlandamótinu og eru að fara í evrópukeppnina.

U18 – Yngvi Freyr Óskarsson, Dýrfinna Arnardóttir og Sylvía Rún Hálfdanardóttir hafa verið að spila bæði á norðurlandamótinu og í evrópukeppninni.

U20 Hjálmar Stefánsson og Kári Jónsson spiluðu í evrópukeppninni.

Við viljum óska þessum krökkum til hamingju með árangurinn og vonum að þau sem eru að fara út núna standi sig vel.

Við viljum líka þakka þeim fyrirtækjum sem hafa stutt við bakið á krökkunum og hafa gert þeim mögulegt að hafa komist í þessar ferðir.