Handboltinn að fara af stað…

HaukarMfl. karla í handbolta var með sína fyrstu æfingu á laugardag eftir stutt sumarfrí. Næg verkefni eru framundan og mikill hugur í strákunum að gera betur næsta vetur. Nýr þjálfari stýrir liðinu, Patrekur Jóhannesson, en annað er hefðbundið hjá okkur með Óskar og Hörð Davíð með honum og Þorgeir og Sigurjón í brúnni. Nokkrir reynsluboltar eru horfnir úr leikmannahópnum eins og Freyr Brynjars, Gísli Jón, Gylfi Gylfa, Aron Rafn og Gísli Kristjáns en í stað þeirra er Þröstur Þráins er komin heim aftur eftir að hafa spilað með Stjörnunni og Víking  og með Hammarby í Svíþjóð og Einar Pétur er komin úr láni frá Selfossi. Ljóst er því að ungu strákarnir munu fá aukið hlutverk næsta vetur.

Stíf dagskrá er framundan í haust en síðasta þriðjudag var dregið í EHF keppninni og eru Haukar eina karla liðið sem tekur þátt í ár frá íslandi.  Dregið var í tvær fyrstu umferðirnar strax og mætum við OC Lions frá Hollandi í fyrstu umferð. Eigum við fyrri leikin í Hollandi helgina 7-8 september og síðan  heima 14-15 september. Ef við klárum þessa umferð mætum við Sporting Lissabon úti 12-13 október og síðan heima 19-20 október. Vitað er að margir ferðaglaðir Haukamenn munu koma og hvetja strákanna áfram gegn Hollendingum með von um að ferðaskrifstofan Haukar á flugi verði endurvakin. Hollenskur handbolti hefur verið í mikilli uppsveiflu og komst OC Lions í þriðju umferð EHF keppninnar í fyrra og datt ekki út fyrr en þeir  mættu Guðmundi Guðmunds og co. í Rhein Neckar Löwen. Ljóst er því að erfitt verkefni bíður strákanna en þeir eru staðráðnir í að komast áfram í næstu umferð.

 

Áður en að Evrópukeppninni kemur munu strákarnir fara í æfingaferð til Svíþjóðar. Farið verður þann 21 ágúst í sex daga til að heimsækja Guif Eskilsstuna þar sem Heimir Óli spilar og Aron Rafn gekk til liðs við fyrir þetta tímabil.  Síðan strax helgina á eftir munu vera haldið hið árlega Hafnarfjarðarmót með FH en þar mun m.a. mæta til leiks Norska liðið Kristjanstad, liðið sem Gísli Jón gekk til liðs við og Pétur Páls spilar með. Íslendingurinn Jónatan Magnússon þjálfar liðið.

Samkvæmt fyrstu drögum HSÍ er síðan reiknað með að íslandsmótið hefjist  fimmtudaginn 19. september þar sem við höldum inn að Hlíðarenda og mætum lærisveinum Ólafs Stefánssonar í fyrsta deildarleik hans sem þjálfari.