Halldór Ingólfsson ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna

Halldór Ingólfsson

Handknattleiksdeild Hauka og Halldór Ingólfsson hafa náð samkomulagi um að Halldór verði aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og aðalþjálfari 3. flokks kvenna hjá félaginu á næsta tímabili. Haukar bjóða Halldór Ingólfsson hjartanlega velkominn til starfa á ný en Halldór var leikmaður og fyrirliði Hauka um árabil auk þess að vera þjálfari meistaraflokks karla um skeið.

Halldór hefur víðtæka reynslu af þjálfun bæði hér innanlands og erlendis og Haukar eru stoltir af því að fá notið starfskrafta hans í því mikla uppbyggingarstarfi sem á sér stað hjá félaginu. Kvennahandboltinn hjá Haukum hefur verið í mikilli sókn og með komu Halldórs Ingólfssonar er stigið enn eitt skrefið í átt að því að koma Haukum á ný í fremstu röð.