Hafnarfjarðarmóti Sjóvá lokið

Þá er Hafnarfjarðarmóti Sjóvá í 5.flokki kvenna, sem haldið var á Ásvöllum og Strandgötu um helgina af Haukum, lokið. Mótið gekk í alla staði mjög vel og eru þetta úrslit helgarinnar: Í 1. deild A liða hlutu Fylkir, FH og Haukar öll 10 stig. Liðin fengu öll 2 stig í innbyrðis leikjum og var það því markatala innbyrðis sem réði úrslitum. Fylkir fékk gull, FH silfur og Haukar brons. Í 2. deild A liða fékk Grótta gull með 10 stig, HK fékk silfur með 8 stig og ÍR brons með 6 stig. Í 1. deild B liða hlaut Grótta 2 gull með 12 stig, ÍBV fékk silfur með 8 stig og ÍR brons með 7 stig, jafnmörg og Fram en betur í innbyrðis leik. Í 2. deild B liða fengu Stjarnan, Valur og FH öll 10 stig. Innbyrðis markatala réði úrslitum, Stjarnan fékk gull, FH silfur og Valur brons. Í 1. deild C liða fékk ÍR 1 8 stig og hlaut gull, Grótta 2 fékk silfur með 4 stig og HK Digranes brons með 3 stig. Í 2. deild C liða fékk Fylkir gull með 8 stig, Haukar 1 fékk silfur með 6 og Fram fékk brons með 4 stig.