Hafnarfjarðarmót Actavis & Hauka

Um helgina fer fram Hafnarfjarðarmót Actavis og Hauka á Ásvöllum. Á mótinu keppa 14 ára stelpur sem er eldra ár 5. flokks. Mótið hófst klukkan 16:20 í dag og stendur til klukkan 18:00 á morgun. 19 lið frá 14 félögum taka þátt á mótinu og hefur verið mikið fjör á Ásvöllum og í Strandgötunni í dag. 

Á morgun hefst mótið klukkan 9:20 í báðum húsunum. A og B riðlar 2. deildar eru leiknir á Ásvöllum og 1. deildin er leikin í Strandgötunni. Á Ásvöllum líkur mótinu um 14:30 og á Strandgötu klukkan 18:00.

Við hvetjum fólk til að líta við og bera framtíðar handboltalandsliðskonur Íslands augum. 

Hafnarfjarðarmót Actavis & Hauka

Um næstu helgi, 26.-28. janúar, verður haldið heljarstórt fjölliðamót á Ásvöllum. Mótið er 2. Íslandsmót í 5.flokki karla og heitir Hafnarfjarðarmót Actavis og Hauka. Á mótinu taka þátt 19 félög, alls 48 lið (17 A lið, 21 B lið og 10 C lið). Leikið verður frá 15:20 til 22:00 á föstudag, 8:00 til 22:00 á laugardag og 8:00 til 16:00 á sunnudag. Leikið verður bæði á Ásvöllum og Strandgötu.

Við hvetjum alla til að koma og horfa á handboltamenn framtíðarinnar.

Mótaniðurröðun kemur á heimasíðuna í vikunni.