Gunnar Magnússon mun taka við liði Hauka á næsta tímabili

gunnarhahra222Handknattleiksdeild Hauka gekk frá ráðningu við Gunnar Magnússon, fyrrverandi þjálfara ÍBV og aðstoðarþjálfara A landsliðs karla, í hádeginu. í dag.

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Schenkerhöllinni í hádeginu. Patrekur var búinn að tilkynna að þetta yrði hans síðasta ár sem þjálfari og ljóst að það þurfti öflugan mann í brúna fyrir næsta tímabil. Handknattleiks deild Hauka setur alltaf markið hátt og ljóst að Haukar myndu ráða öflugan mann í starfið eins og verið hefur síðustu ár.

Gunnar Magnússon hefur náð frábærum og eftirtektarverðum árangri með þau lið sem hann hefur þjálfað og gerði ÍBV að Íslandsmeisturum á síðasta ári eftir frábærar viðureignir á móti Haukum. Gunnar ætti því að þekkja vel að vinna titla í Schenkerhöllinni.

Haukar bjóða Gunnar velkomin í Hauka og ljóst er að með þessari ráðningu munu Haukar halda áfram að gera tilkall til þeirra titla sem í boði eru.