Guðrún Jóna í þjálfarateymi Hauka

Knattspyrnudeild Hauka og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir hafa skrifað undir samning þess efnis að Guðrún Jóna verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna auk þess að vera þjálfari 3. flokks kvenna ásamt Helgu Helgadóttur.

Guðrún Jóna sem spilaði tæplega 200 leiki með meistaraflokk KR og á að baki 25 A landsleiki hefur m.a. þjálfað meistaraflokka KR, FH og Þróttar R.

Markmið knattspyrnudeildar Hauka með ráðningu Guðrúnar Jónu er að búa til annars vegar öflugt þjálfarateymi í meistaraflokki kvenna með Jakobi Leó Bjarnasyni og hins vegar í 3. flokki kvenna með Helgu Helgadóttur sem gegnir einnig hlutverki yfirþjálfara kvennastarfs knattspyrnudeildar.

Knattspyrnudeild Hauka býður Guðrúnu Jónu innilega velkomna í Hauka-fjölskylduna.

Karl Rúnar Þórsson, formaður barna- og unglingaráðs kvenna, og Guðrún Jóna við undirritun samningsins.