Góður síðari hálfleikur lagði grunn að öruggum sigri á Fram

Haukamenn fagna eftir að hafa komist áfram í Evrópukeppinni. Mynd: Eva Björk

Haukamenn fagna eftir að hafa komist áfram í Evrópukeppinni. Mynd: Eva Björk

Haukarnir tóku á móti Fram í Olís deild karla í gærkvöldi og unnu sanngjarnan 6 marka sigur og tylltu sér á topp deildarinnar.

Strákarnir voru í smá basli í fyrri hálfleik, jafnt var á flestum tölum en Fram voru samt aðeins á undan og leiddu með 2 mörkum í hálfleik. Fyrri hálfleikur fer ekki í sögubækur fyrir mikil gæði og var lítið skorað en staðan var 8 – 10 fyrir Fram í hálfleik og hafði Goggi haldið okkur inní leiknum með góðri markvörslu.

Allt annað Haukalið kom til leiks í síðari hálfleik og jókst hraði leiksins mikið. Einar Pétur fór á kostum og skoraði 10 mörk í síðari hálfleik auk þess sem liðsvörnin var mjög góð og Goggi hélt áfram að verja. Strákarnir skoruðu 23 mörk í síðari hálfleik, frábær frammistaða.