Glæstur sigur í bikarnum

Meistaraflokkur spilaði leik í 16 – liða úrslitum Visa – bikarsins en þessi leikur var á móti úrvalsdeildarfélginu Fram en þessi lið mættust líka í bikarnum í fyrra en þá unnu Fram 5 -1 en þá komust Haukar yfir 1 – 0. Leikurinn var háður á Ásvöllum á hinu sígræna gervigrasi Hauka og veður mjög gott til knattspyrnuiðkunar mjög gott enda létu fjölmargir stuðnigsmenn beggja liða sig ekki vanta og var því mjög fjölmennt á vellinum.

Byrjunarliðið var þannig að Amir var í markinu, í vörninni voru Þórhallur Dan(fyrirliði), Óli Jón, Davíð E og Jónas. Á miðjunni voru Kristján Ómar og Goran svo á köntunum voru Hilmar Geir og Ásgeir Þór. Í fremstu víglínu var Ómar Karl í sínum fyrsta leik í mjög langan tíma og fyrir aftan hann var Yared Yedeneskachew.

Leikurinn byrjaði með því að Haukar sóttu mikið en þá það bar árangur á 7. mínútu en þá fékk Hilmar Geir boltann á hægri kantinum og gaf góðan bolta fyrir á fjær og þar var Ásgeir Þór og skallaði boltann yfir Gunnar Líndal Sigurðsson markmann Fram og staðan orðin 1 – 0. Eftir markið sóttu Fram meira og það bar árangur á 40. mínútu en eftir klafs inn í teig Hauka barst boltinn til Igors Pesic miðjumanni Framara en hann tók boltann á lofti og negldi boltanum framhjá Amir í marki Hauka og staðan í hálfleik 1 – 1.

Seinni hálfleikur byrjaði nokkuð rólega en á 54. mínútu fékk Ásgeir Þór boltann á hægri kantinum og átti góða fyrirgjöf á Ómar Karl en skallinn frá honum var varinn í slá. Eftir þetta fóru Framarar að sækja meira í sig veðrið og á 59. mínútu fékk Jónas Grani Garðarsson en skotið frá honum var. Jónas Grani fékk aftur allveg eins færi nokkrum mínútum síðar en núna náði Þórhallur Dan að komast fyrir skotið.

Vegna þess að þetta er bikarinn þá þurfti að grípa til framlengingar og á 109. mínútu fékk aukaspyrnu og tóku hana fljótt og þá var geðið á Alexander Steen sem lagði boltann framhjá Amir í marki Hauka. Þá héldu nú Framarar að björninn væri unninn og á 113. mínútu fékk Yared boltann á hægri kantinum upp í hornið og átti glæsilega fyirgjöf á Goran sem skallaði boltann í netið og jafnaði metin. Leikurinn endaði svona og þá þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Gangur vítaspyrnukeppninnar:

0-0 Þórhalli Dan Jóhannsson (varið)

0-1 Ingvar Ólason (skorar)

0-1 Úlfar Hrafn Pálsson (í slá)

0-1 Grími Birni Grímsson (varið)

1-1 Davíð Ellertsson (skorar)

1-1 Óðinni Árnason (varið)

2-1 Goran Lukic (skorar)

2-2 Alexander Steen (skorar)

3-2 Kristján Ómar Björnsson (skorar)

3-3 Jónas Grani Garðarsson (skorar)

4-3 Yared Yedeneskachew (skorar)

4-3 Daði Guðmundsson (varið)

Þar með er ljóst að Haukar eru komnir í 8 – liða úrslit með þessum glæsilega sigri í vítaspyrnukeppni. Bestir í þessum leik var klárlega Amir sem var bjargvætturinn, Hilmar Geir var góður þangað til að hann fór meiddur útaf og svo varð það fyrirliðinn Þórhallur Dan sem stýrði vörninni af stakri príði. Búðið er að draga í 8 – liða úrslit og þar mætum við Haukamenn Fjölni á Fjölnisvelli.

Næstu leikir Hauka eru á móti ÍR á ÍR –velli föstudaginn 13. júlí kl. 20:00 og svo á móti ÍH á Kaplakrikavelli fimmtudaginn 19. júlí kl. 20:00. Áfram Haukar!!!