Glæsilegur sigur á Víkingum

Andri Marteinsson gerði nokkrar breytingar á byrjunarliðinu í kvöld frá jafnteflis leiknum gegn Fjarðabyggð í síðustu umferð. Hilmar Trausti, Pétur Örn, Ómar Karl og Davíð Ellerts. komu inní byrjunarliðið fyrir þá Jónas, Goran, Ásgeir og Hilmar Geir. Goran meiddist í síðasta leik, Ásgeir var veikur í gær og byrjaði á bekknum, Hilmar Geir veikur og var ekki í hóp og Jónas sat á bekknum. Fyrir utan hóp voru einnig Óli Jón og Edilon sem eru báðir meiddir.

Byrjunarliðið var þannig skipað;

Atli

Pétur – Philip – Tóti – Davíð

Hilmar Rafn (Ásgeir 45’) – Gummi – Hilmar T. – Úlli

Denis – Ómar Karl

Ónotaðir varamenn;

Amir, Jónas, Garðar, Danny

Leikurinn á Ásvöllum var flautaður á um átta leytið af Ólafi Kjartanssyni. Lítið markvert gerðist fyrstu mínúturnar en strákarnir áttu samt sem áður nokkur skot að marki Víkings, en í flest öllum ef ekki öllum tilvikum afar máttlaust. Fyrsta skotið sem Haukar áttu sem endaði á marki Víkings, sem varla getur talist máttlaust átti Hilmar Trausti beint úr aukaspyrnu beint í skeytin eins og það er oftast kallað ( samskeytin við lóðrétta og lárréttu stangirnar) . Hefði boltinn endaði í hvíta netinu hefði um verið að ræða draumamark. Þetta skot Hilla var eftir u.þ.b. 24ja mínútna leik. Fjórum mínútum seinna voru Víkingar enn og aftur heppnir að lenda ekki undir. Eftir langa en samt sem áður góða sókn Hauka átti Úlli skalla í þverslánna en sagan er ekki öll því boltinn barst til Denis Curic sem kom boltanum aftur að marki en þá var allt í einu einn varnarmaður Víkings búinn að planta sér á marklínuna og einmitt á þann stað sem skot Denis hafnaði, Víkingar náðu síðan að bjarga, ég man ekki hvernig, í horn eða í burtu .. . En næst kemur af fyrsta færi Víkings í fyrri hálfleik já eða jafnvel í leiknum. Þar var að verki leikmaður sem fæddur er árið 1982 og var skírður Egill, Egill Atlason, hann kom sér laglega einn inn fyrir en kóngurinn sjálfur Þórhallur Dan Jóhannsson fórnaði sér fyrir málstaðin og fleygði sér fyrir boltann og hvert endaði boltinn ? jú aftur fyrir endamörk og staðreyndin því að Víkingar fengu horn. Úr horninu sló Atli Jónasson, liðsmaðurinn í liði Hauka boltann frá beint á danann Jimmi Høyer sem skallaði boltann í fjær yfir að ég held Guðmund Kristjánsson og í netið, í hvíta netið. Staðan orðin 0-1 á Ásvöllum og fólk vart trúði sínum eigin augum og hvað þá augum annarra. Eftir markið tóku sóknarmenn Hauka miðju eins og gert er eftir hvert löglegt mark, eftir miðjuna gátu liðsmenn beggja liða lítið gert annað en að skokka inn í klefa þar sem Ólafur Kjartansson hafði flautað fyrri hálfleikinn af.

Andri Marteinsson gerði eina skiptingu í hálfleik, Ásgeir kom inn á fyrir Hilmar Rafn, Kardinálin sjálfan.

Ásgeir var ákveðin að þessi úrslit munu ekki standa á vallarklukkunni á Ásvöllum þegar leikmenn beggja liða væri búnir að spila í rúmlega 45 mínútur í viðbót. Hann byrjaði fyrri hálfleikinn á því að keyra upp hægri kantinn, leggja boltann á Ómar sem hafði greinilega tekið inn eitthverja töffra töflur í hálfleik því Milos Glogovac datt einmitt þegar Ómar Karl var næstum búinn að missa boltann fyrir fætur Milos og allt í einu Ómar Karl orðinn einn á móti markverði Víkings, Ingvari Þór Kale, Ómar þurfti samt sem áður nokkur sekúndubrot til að átta sig á hlutunum en svo tók hann skotið sem var allt í lagi en Ingvar varði samt sem áður skotið en það kom ekki af sök, Úlli kom askvaðandi og renndi boltanum í netið með vinstri fæti. Staðan orðin 1-1 og ætlunarverk Ásgeirs var náð. …Davíð Ellertsson kemur Haukum 2-1 yfir úr víti eftir 48.mínútur eftir að Milos vinur okkar Glogovac hafi handsamað boltann með höndunum liggjandi ég get varla útskýrt þetta betur en það.

Og Haukarnir komnir yfir og áhorfendur enn inn í íþróttahúsi að bíða eftir kakó-inu sínu og jafnvel öðru bakkelsi. En fyrir þau sem misstu af þessum tveimur mörkum gátu tekið gleði sína á ný því þau vonandi sáu mark Denis Curic á 85.mínútu, þvílíkt augnarkonfekt. …eftir glimrandi sendingu frá varamanninum Ásgeiri var Denis kominn einn á móti Ingvari, Ingvar hafði trú á því að hann væri búinn að loka öllum leiðum boltans í markið en Denis átti áttu á hendi og breytti þeirri hugsuns Ingvars á ögurstundu. Denis gerði sér lítið fyrir og sparkaði knettinum með utanverði ristinni hægra megin við Ingvar og tók léttan snúning á þetta, mér allavegana leið á þessum tímapuntki eins og ég væri að horfa á Jón Karl Björnsson vera taka einn góðan spinner gegn FH í denn. En allavegana skot Denis endaði í hvíta netinu og staðan því orðin 3-1 Haukum í vil og allt varð vitlaust á pöllunum, fólk klappaði, öskraði, brosti og fagnaði, meiri segja karlmennirnir og hver sagði að karlmenn gætu ekki gert meira en tvennt í einu ? Sú staðreynd er allavegana úr sögunni héðan í frá.

Lítið gerðist eftir þetta mark annað en það að Ásgeir fékk smá púss frá Herði Bjarnasyni leikmanni Víkings sem fékk að launum rauða spjaldið frá Kjartanssyni.

Lokastaðan; HAUKAR 3 – Víkingur 1 !

Glæsilegur leikur hjá Haukum, hreint út sagt sigur liðsheildarinnar. Ómar Karl Sigurðsson var síðan valinn besti leikmaður leiksins en hann var eins og .. já eins ég veit ekki hvað, hann var rosalegur í seinni hálfleiknum barðist eins og .. ljón.

Næsti leikur er á Akureyri næsta föstudag kl. 20:00 , ef þið eigið leið þar þá endilega hvetjið strákana til sigurs. Annars er næsti heimaleikur liðsins föstudaginn 6.júní, klukkan 20:00 gegn Selfoss. En þangað til næst, verum ákvæð og ÁFRAM HAUKAR.

Næsti leikur meistaraflokks kvenna er síðan á morgun á ÍR-Velli klukkan 14:00 , ÍR – HAUKAR. Allir á völlinn.

ÁFRAM – HAUKAR !

Myndin er af Denis og Úlafari í leiknum.